Oddur Björnsson (25. október 1932 – 21. nóvember 2011) var íslenskt leikritaskáld og einn helsti módernistinn í íslenskri leikritun. Hann er hvað þekktastur fyrir verk sitt 13. krossferðin sem frumsýnt var 1993. Oddur fékk menningarverðlaun DV árið 1981 fyrir leikstjórn á Beðið eftir Godot og heiðursverðlaun Grímunnar í júní 2011 fyrir ómetanlegt framlag sitt til íslenskra sviðslista.