Mývatn

Gervigígur við Mývatn
Kort yfir Mývatn og umhverfi
Mývatn úr lofti

Mývatn er stöðuvatn í Suður-Þingeyjarsýslu, skammt frá Kröflu. Mývatn er fjórða stærsta stöðuvatn Íslands, um 37 ferkílómetrar að stærð. Vatnið er fremur grunnt, eða fimm metrar þar sem dýpst er. Í vatninu eru um 40 litlar eyjar og þykja þær gefa vatninu ægifagurt yfirbragð. Innrennsli í vatnið er að mestu frá lindum sem eru víða við það austan- og sunnanvert. Úr Mývatni rennur Laxá.

Mývatn er einna þekktast fyrir fjölskrúðugt fuglalíf - t.d. eru fleiri andategundir þar en á nokkrum öðrum stað heimsins. Kísiliðjan vann kísilgúr úr vatninu af í tæpa fjóra áratugi, en vinnslu var hætt 28. nóvember 2004 og verksmiðjan rifin ári síðar.[1]

Sumir telja vatnið vera ofauðgað, þ.e. ofmettað af næringarefnum. Við Mývatn hefur verið starfrækt sjálfvirk veðurathugunarstöð síðan 1996.

Eitt og annað

  • Í Þjóðsögum Jóns Árnasonar segir þannig frá sköpun Mývatns: Þegar guð drottinn hafði skapað himinn og jörð virti hann það fyrir sér og sá, að það var harla gott. En kölski var ekki á því; honum sveið það hversu fagur heimurinn væri. Hann tók það ráð í reiði sinni, að hann meig á móti sólinni og ætlaði að myrkva með því þennan dýrðar depil sköpunarverksins. En ekki varð nú af því samt, því úr migu kölska myndaðist Mývatn á Norðurlandi; enda þykir það jafnan ljótt stöðuvatn, og þó mývargurinn, er vatnið dregur án efa nafn af, enn verri, og er hann sannkallað kvalræði fyrir menn og málleysingja umhverfis vatnið.

Tilvísanir

  1. „Kísilgúrvinnslu við Mývatn lokið“. 29. nóvember 2004. Sótt 19. janúar 2008.

Tenglar

Strategi Solo vs Squad di Free Fire: Cara Menang Mudah!