Joe Sacco er maltneskur blaðamaður og myndasöguhöfundur. Sacco fæddist á Möltu árið 1960 en flutti
síðan til Ástralíu og seinna til Bandaríkjanna þar sem hann útskrifaðist með B.A. gráðu í blaðamennsku frá Oregon Háskóla árið 1981[1][2].
Sacco er þekktastur fyrir bækur sínar Palestine og Safe Area Goražde sem báðar fjalla um fólk sem býr á átakasvæðum.
Palestine fjallar um líf fólks sem býr á Heimastjórnarsvæðum Palestínumanna og átökin á milli Ísraela og Palestínumanna. Sacco dvaldi mánuðum saman bæði á Gasaströndinni og á Vesturbakkanum í upphafi tíunda áratugarins til að viða að sér efni fyrir bókina[3]
Safe Area Goražde fjallar um fólk sem býr í bosníska bænum Goražde á tímum Bosníustríðsins. Sacco ferðaðist til Bosníu árið 1996 þegar stríðinu var lokið og dvaldi í Goražde í fimm mánuði til þess að taka viðtöl við íbúa bæjarins og skrásetja sögur þeirra[4].
Meðal áhrifavalda Saccos má telja Robert Crumb, Pieter Brueghel eldri, George Orwell, Michael Herr og Hunter S. Thompson[5][6].
Tilvísanir
Tenglar