Joe Payne

Joseph Payne (17. janúar 191422. apríl 1975) var enskur knattspyrnumaður sem kunnastur er fyrir það afrek sitt að skora tíu mörk í einum og sama leiknum árið 1936. Það er enn met í ensku deildarkeppninni.

Líf og ferill

Joe Payne fæddist í smábæ í námunda við Chesterfield og starfaði sem kolanámumaður á táningsárum. Hann vakti athygli sem leikmaður hjá smáliðinu Bolsover Colliery og var fenginn til liðs við Luton Town, sem þá lék í þriðju deild-suður, árið 1934. Hann lék stopult fyrstu misserin en þann 13. apríl árið 1936 fékk hann tækifæri í framlínu Luton-liðsins vegna meiðsla fastamanna. Mótherjarnir voru Bristol Rovers og lauk leiknum með 12:0 sigri þar sem Payne skoraði tíu sinnum.

Næstu leiktíð varð hann markakóngur þriðju deildar með 55 mörk í 39 leikjum og leiddi Luton til meistaratignar. Vorið 1937 fékk hann að spreyta sig með enska landsliðinu í sínum fyrsta og eina leik. Hann skoraði tvívegis í 8:0 sigri á Finnum|.

Í mars 1938 var hann seldur til Chelsea F.C. fyrir 5.000 pund, sem talið var stórfé. Síðari heimsstyrjöldin setti stórt strik í reikninginn á ferli Payne og að stríðinu loknu gerðu þráðlát meiðsli það að verkum að hann þurfti að leggja skóna á hilluna árið 1947 eftir að hafa reynt fyrir sér hjá bæði West Ham og Millwall. Hann lést árið 1975.

Strategi Solo vs Squad di Free Fire: Cara Menang Mudah!