Jerry Lewis

Jerry Lewis
Jerry Lewis Um 1975
Fæddur
Jerome Levitch

16. mars 1926
StörfLeikari, leikstjóri, handritshöfundur, söngvari, grínisti, framleiðandi
Þekktur fyrirSamstarf við Dean Martin og leiklist
Hæð183 cm
TitillKonungur grínsins
TrúGyðingur
MakiPatti Palmer (1944-1980)
SanDee Pitnick (1983-2017)
Börn7: Gary Lewis, Ronald Lewis, Scott Lewis, Christopher Joseph Lewis, Anthony Lewis, Joseph Lewis, Danielle Sarah Lewis (ættleidd)
ForeldrarFaðir: Daniel Levitch (Danny Lewis), Móðir: Rachel Levitch (Rae Lewis)
Vefsíðahttp://www.jerrylewiscomedy.com

Jerry Lewis (fæddur Jerome Levitch 16. mars 1926 - dáinn 20. ágúst 2017) var bandarískur leikari sem með Dean Martin var áberandi í amerískum gamanleik um árin 19461956. Þeir eru taldir eitt vinsælasta tvíeiki allra tíma á hvíta tjaldinu og gerðu þeir saman myndir eins svo My friend Irma (1949), The Caddy (1953) og Pardners (1956) svo fáeinar séu nefndar. Jerry naut ekki bara velgengni með Dean Martin eftir að þeir hættu formlega að starfa saman árið 1956 gerði Jerry klassíkar myndir sem hann lék í leikstýrði og var handritshöfundur af The Ladies Man (1961), The Nutty Professor (1963) og The Bell Boy (1960) og gerði hann handritið og lék Cinderfella (1960). Jerry hefur haft áhrifamikinn og árangursríkan feril á þeim rúmum 80 árum sem hann er búinn að vera í brasanum en hann byrjaði að skemmta á sviði aðeins fimm ára gamall

Æska

Jerry fæddist 16. mars 1926 eftir að móðir hans Rae Lewis var búinn að vera með hríðar í fjóra daga hana verkjaði svo mikið að hún bað um eitthvað verkjastillandi. Læknar létu hana fá verkjalyf en tók hún aðeins of stóran skammt þannig Jerry fæddist í dái. Læknar urðu óþolinmóðir og héldu að barnið myndi deyja ef ekki yrði gerð hryggjaraðgerð til að vekja hann en vitað var að það mundi vekja hann en skaða hann mikið. Vildi amma Jerrys gefa honum tíma og þann 18. mars vaknaði Jerry frá dáinu.

Foreldrar Jerrys voru rússneskir gyðingar sem bæði voru skemmtikraftar. Móðir Jerrys var hin ágætasta söngkona en aðalhæfileikarnir hennar voru í píanóleik og lék hún undir þegar faðir Jerrys söng og var með gamanleik. Foreldrar Jerrys voru lítið heima vegna vinnu sinnar og var Jerry alinn upp hjá ömmu sinni sem Jerry sagði seinna í viðtali að það hafi verið manneskjan sem stutti hann mest við þá hugmynd að gerast skemmtikraftur.

Ferill

Samstarfið við Dean Martin

Jerry(hægri) og Dean(vinstri)

Jerry lék í 17 kvikmyndum með Dean Martin á árunum 1949 – 1956 og var hver á eftir annari vinsælli en sú fyrri. Jerry varð upphaflega frægur með söngvarunum Dean sem var kvennagullið sem heillaði dömurnar uppúr skónum á meðan Jerry var meira í því að láta fólk hlæja í Martin og Lewis tvíeykinu. Þeir byrjuðu að skemmta á næturklúbbum og árið 1945 hitti hinn efnilegi söngvari Dino Paul Crocetti (Dean Martin) frá Ohio hinn unga og efnilega grínista Jerome Levitch (Jerry Lewis) frá Newark í New Jersey. klúbburinn sem Þeir hittust í fyrst hét Glerhattaklúbburinn (Glass Hat Club) í New York-borg sem þeir voru báðir að skemmta. Þeim fannst gaman að atriðum hvors annars og klöppuðu mikið fyrir hvort öðrum. Fyrsta skipti sem þeir sameinuðu atriðin sín var þann 2. júlí 1946 í Atlantic City (í næturklúbb sem hét Fimmhundruð-klúbburinn (500 club)). Ekki gekk allt upp og var lítið um hlátur þegar þeir skemmtu þetta kvöld og varaði eigandinn þá við Skinny D'Amato ef þeir gerðu ekki betur í seinna atriðinu sem var seinna um kvöldið yrðu þeir reknir. Fóru þeir út bakdyrnar inn í sundið sem var á bak við skemmtistaðinn og lögðu höfuð í bleyti, ákváðu þeir að gera bara eitthvað ekkert sem var í handritinu þeirra og söng Dean nokkur lög og Jerry kom inn úr eldúsinu klæddur sem þjónn og var með helling af diskum sem hann missti alla í gólfið. Gerðu þeir gys í áhorfendum sögðu gamla góða brandara og lék Jerry klaufskan þjón og var Dean sjarmatröllið og tóku áhorfendurnir svo sannarlega við sér og nú hlógu allir sig máttlausa.

Sjónvarpsþættir

Fyrir utan það að hafa leikið í yfir 60 kvikmyndum var Jerry með sinn eigin þátt Sem hét Jerry Lewis-þátturinn (The Jerry Lewis show). Jerry Lewis þátturinn var sýndur á árunum 19571958, 1963 og 19671969. Árið 1948 kom Jerry fram í sjónvarpsþætti sem hét Velkominn um borð (Welcome Aboard) en það var hálftíma þáttur um nýja og efnilega skemmtikrafta sem voru að byrja að leika í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum eða að gefa út sýna fyrstu plötu. Þetta var fyrsta skipti sem Jerry kom fram í sjónvarpi, Dean Martin kom líka fram í þessum þætti.

Loftsteinninn

Loftsteinninn 11548 Jerrylewis er skírður í höfuðið á leikaranum. Loftsteinninn var uppgvötvaður 25. nóvember árið 1992 af C. S. Shoemaker og D. H. Levy. Þeir fundu loftsteinin við stjörnuskoðun í Palomar Observatory í San Diego-sýslu, Kaliforníu.

Heilsufar

Jerry ungur (1973)

Jerry hefur orðið fyrir margskonar meiðslum og fíknum sem tengjast bæði öldrun og bakmeiðslum sem hann fékk við að detta af píanói á Sands hótelinu í Las Vegas.[1][2] Eftir slysið varð hann háður verkjalyfinu Percodan í þrettán ár.[1] Hann segir að hann hafi hætt að taka lyfið inn árið 1978.[2]

Lewis dó árið 2017, 91 árs gamall.

Kvikmyndir Með Jerry Lewis

Ár Kvikmynd Hlutverk Með Dean Martin Athugið
1949 My Friend Irma Seymour Fyrsta Kvikmyndin
1950 My Friend Irma Goes West Seymour
1950 The Milkman Unavngivet mælkemand Ekkert Kredit (ekki staðfest)
1950 At War With The Army konstabel Alvin Korwin
1951 That's My Boy 'Junior' Jackson
1952 Sailor Beware Melvin Jones
1952 Jumping Jacks Hap Smith
1952 Road to Bali 'konan' í Draumi Lalas Ekkert Kredit
1953 The Stooge Theodore Rogers
1953 Scared Stiff Myron Mertz
1953 The Caddy Harvey Miller, Jr.
1953 Money From Home Virgil Yokum Tekinn upp í þrívídd
1954 Living It Up Homer Flagg
1954 3 Ring Circus Jerome F. Hotchkiss
1955 You're Never Too Young Wilbur Hoolick
1955 Artists and Models Eugene Fullstack
1956 Pardners Wade Kingsley Sr/Wade Kingsley Jr.
1956 Hollywood Or Bust Malcolm Smith
1957 The Delicate Delinquent Sidney L. Pythias
1957 The Sad Sack Menig Meredith Bixby
1958 Rock-A-Bye Baby Clayton Poole
1958 The Geisha Boy Gilbert Wooley
1959 Don't Give Up the Ship John Paul Steckler I, IV, og VII
1959 Li'l Abner Itchy McRabbit Ekkert Kredit
1960 Visit to a Small Planet Kreton
1960 The Bellboy Stanley/sjálfan sig
1960 Cinderfella Cinderfella
1961 The Ladies Man Herbert H. Heebert/Mama Heebert
1961 The Errand Boy Morty S. Tashman
1962 It'$ Only Money Lester Marsh
1963 The Nutty Professor Professor Julius Kelp/Buddy Love/Baby Kelp
1963 It's a Mad, Mad, Mad, Mad World Mand som kører hatten over Ekkert Kredit
1963 Who's Minding the Store? Norman Phiffier
1964 The Patsy Stanley Belt/Sangere i trioen
1964 The Disorderely Orderly Jerome Littlefield
1965 The Family Jewels Willard Woodward/James Peyton/Everett Peyton/Julius Peyton/Capt. Eddie Peyton/Skylock Peyton/'Bugs' Peyton
1965 Boeing Boeing Robert Reed
1966 Three On A Couch Christopher Pride/Warren/Ringo/Rutherford/Heather
1966 Way...Way Out Pete Mattermore
1967 The Big Mouth Gerald Clamson/Syd Valentine
1968 Don't Raise the Bridge, Lower the River George Lester
1969 Hook, Line & Sinker Peter Ingersoll/Fred Dobbs
1970 Which Way to the Front? Brendon Byers III
1981 Hardly Working Bo Hooper Frumsýnd í Evrópu 1980
1983 The King of Comedy Jerry Langford tekinn upp 1981
1983 Cracking Up Warren Nefron/Dr. Perks
1984 Slapstick (Of Another Kind) Wilbur Swain/Caleb Swain gefinn út í Evrópu árið 1982
1984 Retenez Moi...Où Je Fais Un Malheur Jerry Logan Framleidd í Frakklandi. Aldrei gefin út í Bandaríkjunum.
1984 Par Où Rentré? On T'a Pas Vue Sortir Clovis Blaireau Framleidd í Frakklandi. Aldrei gefin út í Bandaríkjunum.
1987 Fight For Life Dr. Bernard Abrams ABC sjónvarpsmynd
1989 Cookie Arnold Ross
1992 Mr. Saturday Night Gestur Ekkert Kredit
1993 Arizona Dream Leo Sweetie
1995 Funny Bones George Fawkes
2011 Max Rose Max Rose

Tilvísanir

  1. 1,0 1,1 Clark, Mike (29. ágúst 2002). „Jerry Lewis Tells It Like It Is — And Was“. USA Today. Sótt Mar 6, 2009.
  2. 2,0 2,1 „A Moment With ... Jerry Lewis, Comedian/Entertainer/Philanthrophist“. Seattle Post-Intelligencer. 10. apríl 2003. Sótt 7. mars 2009.

Strategi Solo vs Squad di Free Fire: Cara Menang Mudah!