Handknattleiksárið 1987-88 var keppnistímabilið í íslenskum handknattleik sem hófst haustið 1987 og lauk vorið 1988. Valsmenn urðu Íslandsmeistarar í karlaflokki og Framstúlkur í kvennaflokki.
Valsmenn urðu Íslandsmeistarar í meistaraflokki karla án þess að tapa leik. Keppt var í tíu liða deild með tvöfaldri umferð.
ÍBV sigraði í 2. deild og færðist upp í 1. deild ásamt Gróttu. Keppt var í tíu liða deild með tvöfaldri umferð.
Fylkir og Afturelding höfnuðu í tveimur neðstu sætunum og áttu því að falla niður í 3. deild. Reynir Sandgerði sendi hins vegar ekki lið til keppni veturinn eftir og tók Afturelding sæti liðsins.
ÍBK sigraði í 3. deild og færðist upp í 2. deild ásamt ÍH. Keppt var í átta liða deild með tvöfaldri umferð.
Valur sigraði í bikarkeppninni eftir úrslitaleik gegn Breiðabliki.
1. umferð
16-liða úrslit
8-liða úrslit
Undanúrslit
Úrslitaleikur
Víkingar kepptu í Evrópukeppni meistaraliða, en féllu út í 8-liða úrslitum.
Stjarnan keppti í Evrópukeppni bikarhafa og komst í aðra umferð.
2. umferð
Breiðablik keppti í Evrópukeppni félagsliða og féll út í fyrstu umferð.
Framarar urðu Íslandsmeistarar í meistaraflokki kvenna. Keppt var í átta liða deild með þrefaldri umferð.
KR og Þróttur féllu niður um deild.
ÍBV og Þór Ak. tryggðu sér sæti í 1. deild.
Önnur lið í deildinni voru Grótta, ÍBK, Breiðablik, Afturelding og HK.
Valsstúlkur sigruðu í bikarkeppninni í fyrsta sinn eftir úrslitaleik gegn Stjörnunni.
Ekkert íslenskt kvennalið tók þátt í Evrópukeppni þetta árið.