Gilbert Murray (eða George Gilbert Aime) (2. janúar 1866 – 20. maí 1957) var breskur fornfræðingur og stjórnmálamaður. Hann fæddist í Sydney í New South Wales í Ástralíu. Hann var menntaður í Merchant Taylors' School og St John's College í Oxford. Hann varð Regius Professor of Greek við Oxford háskóla árið 1908.
Þýðingar hans á grískum harmleikjum voru nokkuð vinsælar á sínum tíma.
Hann var alþjóðasinni og tók þátt í starfi Þjóðabandalagsins, sem fulltrúi Suður-Afríku, og átti seinna þátt í að koma á fót Oxfam. Hann var kvæntur Lady Mary Howard sem olli því að honum bregður fyrir í leikriti George Bernard Shaw Major Barbara.