Sveitarstjórnarkosningarnar 1974 fóru fram 26. maí.[4] Sjálfstæðisflokkurinn vann stórsigur í kosningunum, hlaut tæplega 58% atkvæða. Sameiginlegt framboð Alþýðuflokks og Samtaka frjálslyndra og vinstri manna beið hins vegar afhroð. Framboðið hlaut færri atkvæði en SFV höfðu hlotið fjórum árum fyrr og mun færri en Alþýðiflokkurinn einn og sér i þeim kosningum.
Sveitarstjórnarkosningarnar 1978 fóru fram 27. maí. Stjórn Sjálfstæðisflokksins féll í kosningunum og við tók þriggja flokka stjórn Alþýðubandalags, Alþýðuflokks og Framsóknarflokks.[5]
Sveitarstjórnarkosningarnar 1982 fóru fram 22. maí. Borgarfulltrúum var fjölgað úr 15 í 21 fyrir þessar kosningar, en strax við næstu kosningar var þeim fækkað aftur niður í fyrri tölu.[6]
Borgarfulltrúum fjölgaði úr 15 í 23 fyrir þessar kosningar. Fram komu 16 framboðslistar sem er met í einu sveitarfélagi frá upphafi sveitarstjórnakosninga á Íslandi.
Meirihluti Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, VG og Pírata féll í kosningunum, enda bauð Björt framtíð ekki fram lista, en nýr meirihluti var myndaður af sömu flokkum, með Viðreisn í stað Bjartrar framtíðar.
Ellefu listar buðu fram í Reykjavík. [9] Samfylkingin, Vinstri græn, Píratar og Viðreisn mynduðu meirihluta í borgarstjórn frá kosningunum 2018 með Dag B. Eggertsson sem borgarstjóra. Allir oddvitar meirihlutaflokkanna héldu sínum sætum í prófkjörum. Eyþór Arnalds gaf í fyrstu kost á sér áfram sem oddviti Sjálfstæðisflokksins en féll frá því 21. desember 2021. Hildur Björnsdóttir vann svo oddvitasætið í prófkjöri flokksins. Aðrir flokkar stilltu upp á sína lista. Kolbrún Baldursdóttir leiddi áfram lista Flokks fólksins og Sanna Magdalena Mörtudóttir leiddi lista Sósíalistaflokksins líkt og áður.
Sjónvarpsmaðurinn Einar Þorsteinsson tók við sem oddviti Framsóknarflokksins og Ómar Már Jónsson sem oddviti Miðflokksins. Tvö ný framboð til borgarstjórnar komu fram; Ábyrg framtíð sem Jóhannes Loftsson leiddi og Reykjavík, besta borgin sem Gunnar H. Gunnarsson leiddi. Sjö af þeim framboðum sem komu fram fyrir borgarstjórnarkosningar 2018 voru ekki í framboði.
Meirihlutinn í borgarstjórn tapaði samanlagt tveimur fulltrúum og féll. Sjálfstæðisflokkurinn varð stærsti flokkurinn í borgarstjórn en tapaði þó fylgi frá síðustu kosningum og fékk sína verstu útkomu í borgarstjórnarkosningum frá upphafi. Framsóknarflokkurinn vann sinn stærsta sigur í borgarstjórn frá upphafi.
Þann 6. júní 2022 var kynntur nýr meirihluti Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar.