Borgakeppni Evrópu í knattspyrnu, (e. Inter-Cities Fairs Cup eða Fairs Cup), var evrópsk knattspyrnukeppni sem stofnuð var árið 1955 og telst forveri Evrópukeppni félagsliða í knattspyrnu, UEFA bikarsins. Einn megintilgangur keppninnar í fyrstu var að vekja athygli á vörusýningum og kaupstefnum sem haldnar voru víðs vegar um Evrópu. Þátttökuliðin voru því öll úr hópi borga sem stóðu fyrir slíkum samkomum óháð gengi þeirra í deildarkeppnum heimalanda sinna. Frá 1968 var tekin upp sú regla að þátttökulið voru þau félög sem hafnað höfðu í öðru sæti í sínu landi.
Mótið fór síðast fram vorið 1971 og þá um haustið hóf UEFA bikarinn göngu sína. Þar sem Borgakeppnin var ekki formlega skipulögð af UEFA, lítur sambandið ekki svo á að titlar í henni jafngildi titlum í Evrópukeppni félagsliða, þótt ýmsir knattspyrnuáhugamenn freistist til að leggja þá að jöfnu. FC Barcelona er sigursælasta lið Borgakeppninnar með þrjá meistaratitla.
Saga
Sjötti áratugurinn var gullöld alþjóðlegra kaupstefna og vörusýninga á Vesturlöndum. Í tengslum við slíkar samkomur, sem oft drógu að sér mikinn fjölda fólks, voru oft skipulagðir íþróttaviðburðir, þar á meðal knattspyrnuleikir. Í því skyni ákváðu nokkrir af æðstu forystumönnum FIFA, þar á meðal varaforsetinn Ernst Thommen og Stanley Rous, þáverandi framkvæmdastjóri Enska knattspyrnusambandsins og síðar forseti FIFA, að stofnsetja knattspyrnukeppni sem leika skyldi í tengslum við vörusýningar í álfunni og í samstarfi við stjórnendur þeirra. Með svo áhrifamikla bakhjarla var unnt að skipuleggja keppnina án samráðs við Evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, sem átti þó eftir að valda togstreitu alla tíð.
Til að dreifa leikjum sem best til að falla að vörusýningum í einstökum löndum og til að rekast ekki um of á við deildarkeppnir Evrópu var í fyrstu áformað að hvert mót skyldi teygja sig yfir tvær leiktíðir og fyrsta keppnin stóð allt frá júní 1955 til maí 1958. Tólf lið tóku þátt í þessu fyrsta móti sem hófst með riðlakeppni, en upp frá því var ætíð notast við útsláttarfyrirkomulag. Litið var á kapplið sem fulltrúa sinna borga og var sú regla sett að einungis eitt lið gæti komið frá hverri borg. Í fyrsta úrslitaeinvíginu sigraði FC Barcelona, sem keppti fyrir hönd sinnar borgar úrvalslið Lundúna í tveimur leikjum, fyrst 2:2 á útivelli og síðan 8:2 heima.
Spænsk lið voru sigursælust í keppninni fyrstu árin. Barcelona varð titilinn 1958-60 og vann svo í þriðja sinn 1965-66. Valencia CF varð meistari í tvígang og Real Zaragoza einu sinni. Aðeins tvö félög náðu að rjúfa sigurgöngu Spánverja til ársins 1966. Það voru A.S. Roma frá Ítalíu og Ferencváros frá Ungverjalandi.
Dinamo Zagreb frá Króatíu fór með sigur af hólmi árið 1967 eftir sigur á Leeds United í úrslitum. Eftir það rann upp tímabil enskra liða í keppninni. Leeds varð meistari árin 1968 og 1971, en Newcastle United og Arsenal F.C. unni í millitíðinni.
Fyrir leiktíðina 1971-72 stofnsetti UEFA nýja keppni, Evrópukeppni félagsliða. Ýmsu var breytt í keppnisreglunum, þar á meðal fallið frá kröfunni um aðeins eitt keppnislið frá hverri borg. Evrópska knattspyrnusambandið lítur ekki svo á að UEFA bikarinn sé framhald af Borgakeppni Evrópu, heldur hafi verið um tvær ólíkar keppnir að ræða.
Þátttaka íslenskra liða
Íslendingar tóku fyrst þátt í Borgakeppni Evrópu leiktíðina 1969-70. Framarar höfnuðu í öðru sæti Íslandsmótsins 1968 og hefðu því að öllu jöfnu átt að vera fulltrúar landsins, en KSÍ túlkaði reglurnar á þann hátt að mótið væri einungis ætlað liðum frá borgum og því ætti sætið að koma í hlut Reykjavíkurmeistaranna sem voru Valsmenn. Valur atti kappi við belgíska liðið R.S.C. Anderlecht og tapaði 0:6 og 0:2 í tveimur leikjum.
Árið eftir hugðust KR-ingar keppa í Borgakeppninni sem Reykjavíkurmeistarar. Skagamenn sem höfnuðu í öðru sæti á Íslandsmótinu 1969 mótmæltu einokun Reykjavíkurfélaganna. Þeir höfðu erindi sem erfiði og uppskáru tvo leiki gegn Spörtu frá Rotterdam sem töpuðust 0:6 og 0:9.
Úrslit
Leiktíð
|
Heimalið
|
Úrslit
|
Gestir
|
Leikstaður
|
Taplið í undanúrslitum
|
1955–58
|
Úrvalslið Lundúna
|
2–2
|
Barcelona (fulltrúi: FC Barcelona)
|
Stamford Bridge, London Áh.: 45,466
|
Birmingham City Lausanne-Sport
|
Barcelona (fulltrúi: FC Barcelona)
|
6–0
|
Úrvalslið Lundúna
|
Camp Nou, Barcelona Áh.: 70,000
|
Barcelona sigraði 8–2 á samalögðu
|
|
1958–60
|
Birmingham City
|
0–0
|
Barcelona
|
St Andrew's, Birmingham Áh.: 40,524
|
Union Saint-Gilloise Úrvalslið Belgrað
|
Barcelona
|
4–1
|
Birmingham City
|
Camp Nou, Barcelona Áh.: 70,000
|
Barcelona sigraði 4–1 á samanlögðu
|
|
1960–61
|
Birmingham City
|
2–2
|
Roma
|
St Andrew's, Birmingham Áh.: 21,000
|
Hibernian Inter Milan
|
Roma
|
2–0
|
Birmingham City
|
Stadio Olimpico, Róm Áh.: 60,000
|
Roma sigraði 4–2 á samanlögðu
|
|
1961–62
|
Valencia
|
6–2
|
Barcelona
|
Mestalla, Valensía Áh.: 65,000
|
MTK Budapest Rauða stjarnan
|
Barcelona
|
1–1
|
Valencia
|
Camp Nou, Barcelona Áh.: 60,000
|
Valencia sigraði 7–3 á samanlögðu
|
|
1962–63
|
Dinamo Zagreb
|
1–2
|
Valencia
|
Maksimir, Zagreb Áh.: 40,000
|
Ferencváros Roma
|
Valencia
|
2–0
|
Dinamo Zagreb
|
Mestalla, Valensía Áh.: 55,000
|
Valencia sigraði 4–1 á samanlögðu
|
|
1963–64
|
Real Zaragoza
|
2–1
|
Valencia
|
Camp Nou, Barcelona Áh.: 50,000
|
RFC Liegeoise 1. FC Köln
|
Einn úrslitaleikur
|
1964–65
|
Juventus
|
0–1
|
Ferencváros
|
Stadio Comunale, Tórínó Áh.: 40,000
|
Manchester United Atlético Madrid
|
Einn úrslitaleikur
|
1965–66
|
Barcelona
|
0–1
|
Real Zaragoza
|
Camp Nou, Barcelona Áh.: 50,000
|
Chelsea Leeds United
|
Real Zaragoza
|
2–4 e.framl.
|
Barcelona
|
La Romareda, Zaragoza Áh.: 33,000
|
Barcelona sigraði 4–3 á samanlögðu
|
|
1966–67
|
Dinamo Zagreb
|
2–0
|
Leeds United
|
Maksimir, Zagreb Áh.: 32,000
|
Eintracht Frankfurt Kilmarnock
|
Leeds United
|
0–0
|
Dinamo Zagreb
|
Elland Road, Leeds Áh.: 35,604
|
Dinamo Zagreb sigraði 2–0 á samanlögðu
|
|
1967–68
|
Leeds United
|
1–0
|
Ferencváros
|
Elland Road, Leeds Áh.: 25,268
|
Bologna Dundee
|
Ferencváros
|
0–0
|
Leeds United
|
Nepstadion, Búdapest Áh.: 76,000
|
Leeds United sigraði 1–0 á samanlögðu
|
|
1968–69
|
Newcastle United
|
3–0
|
Újpesti Dózsa
|
St James' Park, Newcastle Áh.: 60,000
|
Rangers Göztepe A.Ş.
|
Újpesti Dózsa
|
2–3
|
Newcastle United
|
Megyeri út, Búdapest Áh.: 37,000
|
Newcastle United sigraði 6–2 á samanlögðu
|
|
1969–70
|
Anderlecht
|
3–1
|
Arsenal
|
Émile Versé Stadium, Brüssel Áh.: 37,000
|
Inter Milan Ajax
|
Arsenal
|
3–0
|
Anderlecht
|
Highbury, London Áh.: 51,612
|
Arsenal sigraði 4–3 á samanlögðu
|
|
1970–71
|
Juventus
|
2–2
|
Leeds United
|
Stadio Comunale, Tórínó Áh.: 58,555
|
1. FC Köln Liverpool
|
Leeds United
|
1–1
|
Juventus
|
Elland Road, Leeds Áh.: 42,483
|
Samanlagt: 3–3 / Leeds United sigraði á mörkum skoruðum á útvelli
|
|