Besta leikkona (franska: Prix d'interprétation féminine) eru verðlaun sem veitt eru árlega á Kvikmyndahátíðinni í Cannes í Frakklandi og voru fyrst veitt árið 1946. Verðlaunin eru veitt leikkonu eða -konum kvikmynda úr keppnisskrá hátíðarinnar hverju sinni fyrir framúrskarandi frammistöðu sem valin er af alþjóðlegri dómnefnd.