Frá 18. október1980 til 26. júní1981 var hann forsætisráðherra. Á þessum tíma varð uppvíst um frímúrarastúkunaP2 og hann var talinn ábyrgur fyrir tilraun til að koma í veg fyrir að félagaskrá stúkunnar yrði birt. Þetta varð til þess að hann neyddist til að segja af sér, en síðar, í ríkisstjórnum Craxis, var hann varaforsætisráðherra.
Við Cusani-réttarhöldin í tengslum við Mani pulite1993 var hann kallaður inn sem vitni varðandi ólöglegar greiðslur frá fyrirtækinu Montedison í flokkssjóði demókrataflokksins. Hann svaraði spurningum um þessar greiðslur með því að hann myndi það ekki og áttaði sig ekki á slefi sem hann var með á vörunum enda augljóslega mjög taugaveiklaður. Þessi vitnaleiðsla, sem var sýnd í sjónvarpinu á Ítalíu, varð víðfræg sem nokkurs konar táknmynd fyrir endalok heillar kynslóðar stjórnmálamanna.