Íslensku barnabókaverðlaunin
Íslensku barnabókaverðlaunin eru bókmenntaverðlaun sem veitt eru árlega af Verðlaunasjóði íslenskra barnabóka sem rithöfundurinn Ármann Kr. Einarsson stofnaði í samvinnu við Vöku-Helgafell árið 1985. Verðlaunin eru veitt fyrir áður óbirt handrit að skáldsögu fyrir börn og unglinga eða myndskreyttri barnabók sem er skilað inn í upphafi árs. Verðlaunabókin er síðan gefin út af Vöku-Helgafelli (nú innan Forlagsins) og kynnt um haustið. Tvisvar (1995 og 2006) hafa tvær bækur hlotið verðlaunin.
Verðlaunahafar
- 2020 - Rut Guðnadóttir, Vampírur, vesen og annað tilfallandi
- 2019 - Snæbjörn Arngrímsson, Rannsóknin á leyndardómum eyðihússins
- 2018 - Birkir Blær Ingólfsson, Stormsker
- 2017 - Elísa Jóhannsdóttir, Er ekki allt í lagi með þig?
- 2016 - Inga M. Beck, Skóladraugurinn
- 2015 - Ragnheiður Eyjólfsdóttir, Arftakinn
- 2014 - Guðni Líndal Benediktsson, Leitin að Blóðey
- 2013 - Engin verðlaun voru veitt þar sem ekkert verk þótti nógu gott.
- 2012 - Kjartan Yngvi Björnsson og Snæbjörn Brynjarsson, Hrafnsauga
- 2011 - Bryndís Björgvinsdóttir, Flugan sem stöðvaði stríðið
- 2010 - Þorgrímur Þráinsson, Ertu Guð, afi?
- 2009 - Guðmundur Brynjólfsson, Þvílík vika
- 2008 - Gunnar Theodór Eggertsson, Steindýrin
- 2007 - Hrund Þórsdóttir, Loforðið
- 2006 - Margrét Tryggvadóttir og Halldór Baldursson, Sagan af undurfögru prinsessunni og hugrakka prinsinum hennar
- 2006 - Héðinn Svarfdal Björnsson, Háski og hundakjöt
- 2005 - Engin verðlaun voru veitt þar sem ekkert verk þótti nógu gott.
- 2004 - Brynhildur Þórarinsdóttir, Leyndardómur ljónsins
- 2003 - Yrsa Sigurðardóttir, Biobörn
- 2002 - Harpa Jónsdóttir, Ferðin til Samiraka
- 2001 - Gunnhildur Hrólfsdóttir, Sjáumst aftur...
- 2000 - Ragnheiður Gestsdóttir, Leikur á borði
- 1999 - Engin verðlaun voru veitt þar sem ekkert verk þótti nógu gott.
- 1998 - Guðmundur Ólafsson, Heljarstökk afturábak
- 1997 - Þorgrímur Þráinsson, Margt býr í myrkrinu
- 1996 - Ingibjörg Möller, Grillaðir bananar
- 1995 - Herdís Egilsdóttir, Veislan í barnavagninum
- 1995 - Þórey Friðbjörnsdóttir, Eplasneplar
- 1994 - Guðrún Hafdís Eiríksdóttir, Röndóttir spóar
- 1993 - Elías Snæland Jónsson, Brak og brestir
- 1992 - Friðrik Erlingsson, Benjamín dúfa
- 1991 - Iðunn Steinsdóttir, Gegnum þyrnigerðið
- 1990 - Karl Helgason, Í pokahorninu
- 1989 - Heiður Baldursdóttir, Álagadalurinn
- 1988 - Kristín Loftsdóttir, Fugl í búri
- 1987 - Kristín Steinsdóttir, Franskbrauð með sultu
- 1986 - Guðmundur Ólafsson, Emil og Skundi
Tengt efni
|
|