Vilborg Yrsa Sigurðardóttir (f. 24. ágúst 1963 í Reykjavík) er íslenskur rithöfundur og verkfræðingur. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1983, lauk BS gráðu í byggingaverkfræði frá Háskóla Íslands árið 1988 og MS prófi í sömu grein frá Concordia University í Montreal í Kanada árið 1997.[2]
Rithöfundaferill Yrsu hófst árið 1998 er hún sendi frá sér sína fyrstu bók sem, barnabókina, Þar lágu Danir í því. Í kjölfarið komu út nokkrar barnabækur til viðbótar en árið 2005 kom fyrsta bók Yrsu ætluð fullorðnum, spennusagan Þriðja táknið. Hún hlaut mjög góðar viðtökur og bókin hefur verið þýdd á hátt í 30 tungumál og gefin út í yfir 100 löndum.