Margrét Tryggvadóttir (f. 20. maí 1972) er íslenskur stjórnmálamaður og rithöfundur. Margrét var kosin á þing árið 2009 fyrir Borgarahreyfinguna (síðar Hreyfingin)) og sat á þingi 2009-2013. Árið 2013 bauð hún sig fram fyrir Dögun en náði ekki kjöri. Í Alþingiskosningunum árið 2016 bauð Margrét sig fram fyrir Samfylkinguna í 1-2. sæti í Suðvesturkjördæmi.
Margrét er með BA í bókmenntafræði og MA í menningarstjórnun hefur starfað sem fræðimaður, ritstjóri, þýðandi, rekið gallerí og skrifað bækur, einkum fyrir börn.
Helstu ritverk:
- Íslandbók barnanna, ásamt Lindu Ólafsdóttur, 2016.
- Útistöður, 2014.
- Drekinn sem varð bálreiður, ásamt Halldóri Baldurssyni, 2007.
- Sagan af undurfögru prinsessunni og hugrakka prinsinsum hennar, ásamt Halldóri Baldurssyni, 2006.
- Skoðum myndlist – heimsókn á Listasafn Reykjavíkur, ásamt Önnu C. Leplar, í samstarfi við Listasafn Reykjavíkur, 2006.
- Íslensk bókmenntasaga, V bindi, 2006. Ein af höfundum.
- „Kinderbuchillustration, Entstehung einer Tradition“, Mehr als Trolle. Eis und Feuer. 1997.
- Islande de Glace et de feu, 2004. Ein af höfundum.
- Raddir barnabókanna, Mál og menning, 1999 (endurútg. 2005) höfundur þriðjungs efnis.
Auk þess ýmsar greinar í tímaritum, blöðum og bloggi og þýðingar, einkum á barnabókum.
Verðlaun og styrkir
- Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur fyrir bókina Sterk.[1]
- Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna fyrir Íslandsbók barnanna 2016.
- Tilnefning til Íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir Íslandsbók barnanna 2016.
- Tilnefning til barnabókaverðlauna Reykjavíkur fyrir Íslandsbók barnanna 2017.
- Starfsstyrkur Hagþenkis vegna ritunar Íslandsbókar barnanna 2016.
- Bókin Skoðum myndlist var styrkt af Barnamenningarsjóði, Barnavinafélaginu Sumargjöf og *Menningarsjóði Íslandsbanka og Sjóvár. Bókin hlaut einnig Fjöruverðlaunin árið 2007.
- Bókin Sagan af undurfögru prinsessunni og hugrakka prinsinum hennar hlaut Íslensku barnabókaverðlaunin árið 2006.
- Bókin Kóralína eftir Neil Gaiman í þýðingu Margrétar var valin önnur besta þýdda barnabókin árið 2004 af Félagi starfsfólks bókaverslana.
Tenglar
Heimildir
- ↑ Kolbeinn Tumi Daðason (27. maí 2021). „Margrét sú þriðja til að fá verðlaun Guðrúnar Helgadóttur“. Sótt 4. júní 2024.