Tyler Robert Joseph (f. 1. desember 1988) er bandarískur söngvari, rappari, lagahöfundur og upptökustjóri. Hann er best þekktur sem söngvari hljómsveitarinnar Twenty One Pilots, þar sem hann spilar ásamt Josh Dun. Hann gaf út sóló plötu árið 2008 sem var nefnd No Phun Intended.
Æska
Joseph var fæddur í Columbus, Ohio. Hann á tvo bræður og eina systur. Móðir hans var stærðfræði kennari áður en hún byrjaði sem körfuboltaþjálfari í Olentangy Orange High School. Faðir hans var þjálfari og skólastjóri í Worthington Christian High School. Joseph spilaði körfubolta frá ungum aldri og hélt áfram að spila sem leikstjórnandi fyrir Worthington Christian. Hann afþakkaði skólastyrk frá Otterbein University eftir að hann byrjaði að hafa áhuga á tónlist. Hann hóf lagasmíðar þegar að hann fann gamalt hljómborð í geymslu heima hjá sér.[1]
Hljómsveitin Twenty One Pilots var stofnuð árið 2009. Hún samanstóð af Joseph og tveim vinum hans úr skólanum, Nick Thomas og Chris Salih.[2] Joseph fann upp á nafninu eftir að hafa lesið verkið All My Sons sem fjallar um mann sem er ábyrgur fyrir dauða tuttugu og eins flugmanna.
Árið 2011 yfirgáfu Thomas og Salih hljómsveitina, þar sem þeir vildu einbeita sér að öðrum hlutum. Trommarinn Josh Dun kom í stað þeirra og skrifuðu þeir undir plötusamning hjá Fueled by Ramen árið 2012. Þeir hlutu Grammy verðlaun árið 2017 í flokknum besti poppflutningur tvíeykis/hóps.[3]
Einkalíf
Joseph var í heimakennslu þegar hann var yngri áður en hann fór í miðskóla. Hann er með húðflúr sem hann segir eiga mikla merkingu og það tákni „eitthvað sem bjargaði lífi hans“.[4] Hann vill hins vegar ekki gefa upp meininguna. Hann giftist Jenna Black árið 2015 og eiga þau saman tvö börn sem fæddust 2020 og 2022.[5]