Things to Do in Denver When You're Dead er bandarísk kvikmynd frá árinu 1995 sem Gary Fleder leikstýrði og er skrifuð af Scott Rosenberg. Í myndinni fara Andy García, Christopher Lloyd, Steve Buscemi og Christopher Walken með aðalhlutverkin. Titill myndarinnar er tekinn frá lagi eftir Warren Sevon frá árinu 1991. Kvikmyndin var fyrst sýnd á Kvikmyndahátíðinni í Cannes árið 1995.