Sveinn Ásgeirsson - Úr útvarpsþáttum er 33 snúninga LP hljómplata gefin út af SG - hljómplötum árið 1980. Á henni má heyra úrval úr útvarpsþáttum Sveins Ásgeirssonar frá árunum 1952 - 1960.
Efsta mynd á framhlið. Rímsnillingarnir og Sveinn Ásgeirsson. Frá v. Helgi Sæmundsson, Guðmundur Sigurðsson, Sveinn Ágeirsson, Steinn Steinarr og Karl Ísfeld.
Miðmynd á framhlið. Spurningasnillingarnir og Sveinn. Frá v. Skúli Thoroddsen, Friðfinnur Ólafsson, Haraldur Á. Sigurðsson, Sveinn Ásgeirsson og Hersteinn Pálsson.
Neðsta mynd á framhlið. Annar hópur spurninga-snillinga. Frá v. Helgi Sæmundsson, Friðfinnur Ólafsson, Sigurður Magnússon, Sigurður Ólason og Indriði G. Þorsteinsson.