Spíritismi er tegund af andatrú og dulspeki, sem trúir því að menn áfram að vera til sem andar og geti átt samskipti við lifandi fólk handan dauðans og hægt sé að ná sambandi við þessa anda með hjálp miðla. Í dauðanum skiljast líkami og andi að, en á meðan líkaminn er eftir lifir andinn áfram.
Kjarnahugmyndir
Samskipti við anda
Spíritistar trúa því að hægt sé að eiga samskipti við látna einstaklinga með aðstoð miðla eða öðrum leiðum. Talið er að þessir andar geti komið á framfæri upplýsingum, skilaboðum og leiðbeiningum frá lífinu eftir dauðann.
Endurholdgun
Kenningin um endurholdgun er mikilvægur þáttur í hugmyndum spíritista, sálin eða andin fer í gegnum röð jarðneskra lífa í mismunandi líkömum til að læra og þroskast. Litið er á endurholdgun sem grundvallarferli til siðferðislegra og andlegra framfara.
Lífið að handan
Lífið eftir dauðann er ekki eilíf uppskera hegðunar fyrir dauðan heldur ríki þar sem andarnir halda áfram að læra og þróast. Það er millibilsástand milli jarðneskrar tilveru.[1]
Helstu eiginleikar og saga
Spíritismi er ekki samstætt trúarkerfi; það nær yfir margs konar skoðanir og athafnir. Sumir spíritistar eru virkir þátttakendur í samfélögum spíritista, á meðan aðrir aðlaga spíritískar hugmyndir að fjölbreytileika hversdagsins.[2]
Rætur spíritismans sem heimspeki má einkum rekja til sænska heimspekingsinsEmmanuel Swedenborg. Þrátt fyrir að hann hafi starfað löngu fyrir spíritismahreyfingu nútímans þá höfðu rit Swedenborg um dulræna reynslu og samskipti við andaheiminn mikil áhrif á hugsun spíritista. Hann sagðist hafa beint samband við anda og skráði reynslu sína í fjölmörgum bókum.[3]
Franski vísindamaðurinn Allan Kardec bjó til hugtakið spíritismi árið 1857. Hann leit á spíritisma sem heimspekilega kenningu og hafði mikil áhrif við útbreiðslu spíritisma á 19. öldinni. Kardec skrifaði nokkrar bækur um spíritisma sem þjóna sem grunntextar fyrir nútíma spíritisma.
Allan Kardec nálgaðist rannsóknina á samskiptum við framhaldslífið með kerfisbundinni aðferð. Hann trúði á mikilvægi vísindarannsókna og rökstuddra rannsókna til að skilja þessi fyrirbæri. Bækur hans setja fram yfirgripsmikinn heimspekilegan ramma sem fjallar um spurningar um eðli anda og líf eftir dauðann. Hann trúði því að spíritismi gæti stuðlað að bættu mannkyni með því að sækjast eftir siðferðilegum þroska. Kardec leit á spíritisma sem alhliða heimspeki sem fólk með ólíkan trúarbakgrunn gæti aðhyllst.[4]
Spíritismi var feikilega vinsæll frá miðri 9. öld og fram undir miðja 20. öld, sérstaklega í Evrópu og Bandaríkjunum.
Spíritisminn var sterkur þáttur í mótun guðspekinnar.
Spíritismi var sterkur á Norðurlöndum á fyrri helmingi 20. aldar, ekki síst á Íslandi. Aðalhvatamenn að stofnun samtaka spíritista á Íslandi voru rithöfundurinn Einar H. Kvaran og biblíuþýðandinn og presturinn séra Haraldur Níelsson. Sálarrannsóknarfélag Íslands var stofnað árið 1918 og starfar það enn.