Skólasöngleikurinn

Skólasöngleikurinn
High School Musical
LeikstjóriKenny Ortega
HandritshöfundurPeter Barsocchini
FramleiðandiDon Schain
LeikararZac Efron
Vanessa Hudgens
Corbin Bleu
Ashley Tisdale
Lucas Grabeel
Monique Coleman
KvikmyndagerðGordon Lonsdale
KlippingSeth Flaum
TónlistDavid Lawrence
DreifiaðiliDisney Channel, Family
FrumsýningFáni Bandaríkjana 20. janúar 2006
Lengd97 mín.
Tungumálenska
AldurstakmarkLeyfð öllum
Ráðstöfunarfé$4.200.000
FramhaldSkólasöngleikurinn 2

Skólasöngleikurinn (enska: High School Musical) er bandarísk sjónvarpsmynd frá Disney Channel sem kom út 20. janúar 2006. Hún hefur unnið Emmy-verðlaunin, og er fyrsta myndin í High School Musical-röðinni. Hún varð vinsælli en nokkur önnur kvikmynd frá Disney Channel, sem leiddi til þess að Skólasöngleikurinn 2 var gerð árið 2007 og High School Musical 3: Senior Year árið 2008. Fjórða myndin hefur verið tilkynnt og er hún í vinnslu. Lögin úr myndinni var best selda plata í Bandaríkjunum árið 2006.

HSM var myndin með mesta áhorfið á sínum tíma, með 7,7 milljón áhorfendur þegar hún var frumsýnd í Bandaríkjunum. Í Bretlandi horfðu 789.000 manns á frumsýninguna (og 1,2 milljón áhorfenda yfir alla fyrstu vikuna), sem gerði myndina að öðrum vinsælasta sjónvarpsdagskrárlið bresku Disney-stöðvarinnar það árið. 29. desember 2006 varð hún fyrsta Disney-stöðvarmyndin sem var sýnd á BBC.

Með söguþræði sem er lýst af höfundi og mörgum gagnrýnendum sem nútímaútgáfu af Rómeó og Júlíu er High School Musical saga um tvo menntaskólanema á 2. ári, sem koma úr mismunandi klíkum skólans — Troy Bolton (Zac Efron, fyrirliði körfuboltaliðsins, og Gabriella Montez (Vanessa Hudgens), falleg og feimin stúlka sem er nýkomin í skólann og er fyrirmyndarnemandi í stærðfræði og eðlisfræði. Saman fara þau í prufur fyrir aðalhlutverkin í skólaleikritinu upp á grín og koma öllum í skólanum á óvart. Þrátt fyrir tilraunir annarra nemenda til þess að eyðileggja drauma þeirra standast Troy og Gabriella þrýsting og neikvæðni og hvetja hina til þess að ekki „stick to the status quo“ (vera hrædd við að fara út af svæðinu sem þau hafa verið sett á og geti ekki verið neitt annað en það ...).

High School Musical var kvikmynduð í East High School sem er í Salt Lake City, Utah, í sal Murray-skólans og í miðbæ Salt Lake City. Murray-skólinn var m.a. líka leiksvið í myndum eins og Take Down (1978), Read It and Weep (2006), Minutemen (2008) og High School Musical: Get in the Picture (2008).

Söguþráður

Stjarna körfuboltaliðsins í East High, Troy Bolton (Zac Efron), og stæðrfræði-snillingurinn Gabriella Montez (Vanessa Hudgens) hittast á Gamlárskvöld í partýi á skíðasvæði í jólafríinu. Þar taka þau þátt í karókí keppni og singha Start of Something New. Þau komast að því að það er frábær neisti á milli þeirra og enda á því að skiptast á símanúmerum.

Viku seinna er móðir Gabriellu færð á nýjan vinnustað og Gabriella byrjar í East High sem er í Albuquerque í New Mexico þar sem Troy sér hana í heimastofunni. Eftir að hafa staðfest að þetta sé hún með því að hringja í hana fær Troy óvart eftirsetu ásamt Gabriellu, besta vini sínum og liðsfélaga Chad Danforth (Corbin Bleu), gáfuðustu stelpunni í skólanum, Taylor McKessie (Monique Coleman), og forsetum Leiklistafélagsins Ryan (Lucas Grabeel) og Sharpay Evans (Ashley Tisdale).

Eftir umsjónartímann, hittast Troy og Gabriella aftur og þegar þau byrja að tala saman nálægt skráningarblaðinu fyrir vetrar-söngleikinn, sér Sharpay þau og heldur að Gabriella hafi áhuga á því að skrá sig. Með hjálp Ryans kemst Sharpay að því að Gabriella er Einsteinette og setur grein um öll verðlaunin sem hún hefur unnið í skáp Taylor.

Heimildir

  Þessi kvikmyndagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

Strategi Solo vs Squad di Free Fire: Cara Menang Mudah!