Samtök um íslamska samvinnu (enska: Organisation of Islamic Cooperation, OIC; arabíska: منظمة التعاون الإسلامي; franska: Organisation de la coopération islamique, OCI) eru alþjóðasamtök 57 aðildarríkja stofnuð árið 1969. Samtökin koma fram sem „rödd hins íslamska heims“ og vinna að hagsmunum múslimaríkja í anda alþjóðlegrar samvinnu og friðar.
Aðildarríki Samtaka um íslamska samvinnu eru 57 talsins. Þar af eru 56 líka aðildarríki Sameinuðu þjóðanna. Íbúar þessara landa voru 1,4 milljarðar árið 2008.