Samtök hernaðarandstæðinga

Herstöðvaandstæðingar fagna brottför bandaríska setuluðsins frá Íslandi með heimsókn í herstöðina á Miðnesheiði 1. október 2006.

Samtök hernaðarandstæðinga (áður Samtök herstöðvaandstæðinga) eru íslensk félagasamtök sem eru þekkt fyrir áralanga baráttu fyrir brotthvarfi bandaríska hersins frá Íslandi. Samtökin berjast gegn hervaldi og ofbeldi sem leið til að leysa deilumál þjóða. Þau krefjast þess einnig að Ísland segi sig úr NATO. Hernaðarandstæðingar eru friðarsinnar og hafa barist gegn stuðningi íslenskra stjórnvalda við stríðsrekstur út um heim svo sem við stríðin í Írak, Afganistan og Líbíu. Einnig berjast þau fyrir banni við framleiðslu kjarnorkuvopna og gegn stuðningi Íslands við kjarnorkuvopnasefnu Bandaríkjanna og NATO.

Sagan

Forverar Samtaka herstöðvaandstæðinga voru Þjóðvarnarflokkurinn og Andspyrnuhreyfing gegn her í landi, bæði stofnuð 1953 og Friðlýst land samtök rithöfunda og menntamanna formlega stofnuð í marz 1958, stóðu að fyrstu keflavíkurgöngunni 19/6/1960, sem er upphaf Samtaka hernámsandstæðinga, stofnuð 10. september 1960. Lengra aftur má rekja mótstöðu við inngöngu Íslands í NATO 1949 og varnarsamninginn sem gerður var við Bandaríkjamenn 1951. Samtök herstöðvaandstæðinga voru formlega stofnuð 1975 en höfðu í raun starfað síðan 1972. Þann 16. maí það ár var kosin „miðnefnd herstöðvaandstæðinga“ á fundi í Glæsibæ til minningar um Jóhannes úr Kötlum sem lést í apríl.[1] Ástæða stofnunarinnar var meðal annars óánægja með vanefndir Vinstristjórnarinnar á því atriði stjórnarsáttmálans að endurskoða skyldi veru hersins á Íslandi. Mótmælagöngur sem farnar voru á árunum 1960-91 og nefndust Keflavíkurgöngur voru frægar um land allt. Meðal þjóðþekktra herstöðvaandstæðinga má nefna Einar Braga skáld, Jónas og Jón Múla Árnasyni, Ragnar Arnalds, fyrrverandi ráðherra, Böðvar Guðmundsson rithöfund, Jakobínu Sigurðardóttur, Vilborgu Dagbjartsdóttur skáld, Kjartan Ólafsson ritstjóra og Vigdísi Finnbogadóttur frv. forseta.

Mótmæli, slagorð og söngvar

Samtökin hafa staðið fyrir fjöldamótmælum gegn styrjöldum og hernaðarhyggju, m.a. gegn Íraksstríðinu og stríðsrekstri NATO í Afganistan og á Balkanskaga. Samtökin taka einnig þátt í hinni árlegu kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn og víðar og Þorláksmessugöngu. Frægasta slagorð herstöðvaandstæðinga er "Ísland úr NATO, herinn burt" en ótal önnur slagorð og mótmælaköll hafa hljómað í aðgerðum. Mörg sönglög eru einnig helguð baráttunni s.s. Þú veist í hjarta þér (Þorsteinn Valdimarsson), Lofsöngur (Böðvar Guðmundsson), Segulstöðvarblús (Þórarinn Eldjárn/Bubbi), Sóleyjarkvæði (Jóhannes úr Kötlum/Pétur Pálsson). Samtökin hafa gefið út hljómplötur og diska með baráttusöngvum herstöðvaandstæðinga.

Baráttusöngvar herstöðvaandstæðinga. Forsíða bæklings með geisladiski sem SHA gáfu út 1999
Baráttusöngur SHA (viðlagið)
Ísland úr NATÓ, Ísland úr NATÓ,
Ísland úr NATÓ og herinn á brott
Látum kröfuna enduróma um landið allt
Ísland úr NATÓ og herinn á brott.
(Kristján Guðlaugsson/A.B. Patersen)

Dagfari

Dagfari Geymt 12 febrúar 2007 í Wayback Machine er tímarit og fréttabréf samtakanna. Útgáfa tímaritsins hefur verið óregluleg, en miðað er við að það komi út árlega. Þar birtast vandaðar greinar og umfjöllun um friðarmál og baráttu gegn hernaðaröflum, íslenskum sem erlendum. Fréttabréfið kemur að jafnaði út þrisvar til fjórum sinnum á ári í litlu broti, þar sem birtar eru fréttir og tilkynningar úr félagsstarfinu. Sögu Dagfara má rekja allt til ársins 1961, en þá hófu Samtök hernámsandstæðinga útgáfu blaðs með þessu heiti.

Nútíðin

Núverandi formaður samtakanna er Guttormur Þorsteinsson. Samtök hernaðarandstæðinga hafa aðsetur í Friðarhúsinu, Njálsgötu 87, 101 Reykjavík. Eftir brottför bandaríska herliðsins frá Íslandi þann 1. nóvember 2006 breyttu samtökin nafni sínu úr Samtök herstöðvaandstæðinga í Samtök hernaðarandstæðinga (26. nóvember 2006).

Keflavíkurgöngur o.fl. stóraðgerðir hernáms- og herstöðvaandstæðinga 1960-1991

Stefán Pálsson, fyrrum formaður Samtaka hernaðarandstæðinga, flytur ávarp fyrir utan sendiráð Bandaríkjanna í Reykjavík 18. ágúst 2007

Formenn miðnefndar SHA

Sex formenn SHA. Erling Ólafsson, Ingibjörg Haraldsdóttir,Sveinn Rúnar Hauksson, Árni Hjartarson, Auður Lilja Erlingsdóttir og Stefán Pálsson. Myndin var tekin á aðalfundi samtakanna í Friðarhúsi 2016

Tilvísanir

  1. „Fjöldaaðgerðir gegn hernum“, Þjóðviljinn, 3. júní 1972 (timarit.is)

Tenglar

Strategi Solo vs Squad di Free Fire: Cara Menang Mudah!