Samuel B. „Sam“ Harris (fæddur 9. apríl1967)[1] er bandarískur rithöfundur, heimspekingur, og taugasálfræðingur. Hann er einn af stofnendum og framkvæmdarstjóri Project Reason.[2] Á meðal ritverka hans er bókin The End of Faith, sem var gefin út árið 2004 og sat á metsölulista The New York Times í 33 vikur. Bókin vann einnig til PEN/Martha Albrand Verðlaunanna árið 2005.[3] Árið 2006 gaf Harris út bókina Letter to a Christian Nation sem svar við gagnrýni á bókina The End of Faith.
Harris hefur verið gagnrýndur fyrir rasisma, fátæklegan og einfaldan skilning á sögu og stjórnmálum. Harris hefur verið skilgreindum sem oríentalisti sem er með yfirlætisfullt viðhorf gagnvart samfélögum í Austurlöndum nær, Asíu og Norður-Afríku. Skoðanir Harrisar eru um margt sérstakar líkt og þegar hann hélt því fram að há fæðingartíðni meðal múslima bentu til að þeir yrðu að meirihlutatrú í Frakklandi eftir 25 ár. Staðhæfing Harris um sérlega háa fæðingartíðni múslima í Frakklandi reyndist alveg ósönn.
Mannfræðingurinn Scott Atran, sem hefur rannsakað hryðjuverkamenn og tengsl trúar og ofbeldis, telur innsæi Harris ekki vera upp á marga fiska. Hann er ósammála staðhæfingum Harrisar að Íslam séu í eðli sínu sérstaklega ofbeldisfull trúarbrögð.
Vissulega er enginn vafi á að í Íslam í dag séu til grimmur og andstggilega útgáfa trúarbragðanna. En slíkir öfgar finnst einnig í öðrum trúarbrögðum. Öfgahópar kristinna, sjálfsvígssveitir Tamílsku Tígranna sem eru Hindúar á Búddista, túlkun keisaraveldisins í Japan á Zen búddatrú sem ákall til útrýmingarstríðs gegn Kínverjum. Öll þessi trúarbrögð og fleiri hafa framkallað grimmilega og villimannslega hegðun sem hefur haft slæm áhrif á milljónir manna. En afstaða Harris til Islam er svo vísindalega óupplýst að hún veitir engan skilning á þessum málum. -Scott Atran.[4]
Fjölmiðlagagnrýnandi Adam Johnson ritaði að öfgaskoðanir Harrisar hefðu haft áhrif víða. Johnson tali að meðal annars að Harris hefði veitt hugmyndafræðilegan jarðveg fyrir múslimabann Donalds Trump í Bandaríkjunum. Það sem þó enn alvarlegra er að mat Johnsons; fordómafull grein Harrisar um fæðingartíðni múslima hafði sterkan samhljóm með Stefnuskrá Dylans Roof. Roof er hryðjuverkamaðurinn sem framdi skotárás í Bandarískri kirkju. Í greininni hélt Harris fram að fæðingartíðni múslima bentu til að þeir myndu mynda meirihluta í Frakklandi eftir 25 ár og að Evrópu stafaði hætta af þeim. [5]
Blaðamaðurinn Luke Savage telur skoðanir Harrisar á Íslam réttlæta heimsvaldastefnu Bandaríkjanna. Hann bendir á að árið 2004 lýsti Harris Írakstríðinu sem hluta af „Stríði við Íslam“. Harris skrifaði einnig í The End of Faith bók sinni að koma þurfi í veg fyrir ,,ofríki í múslimaþjóða". Enda ráði slíkar þjóðir ekki við lýðræði. [6]
Bækur
The End of Faith: Religion, Terror, and the Future of Reason (2004).
Letter to a Christian Nation (2006).
The Moral Landscape: How Science Can Determine Human Values (2010).
Lying (2011).
Free Will (2012).
Waking Up: A Guide to Spirituality Without Religion (2014).
Islam and the Future of Tolerance (2015). (með Maajid Nawaz)
↑„About Sam Harris“. 5. júlí 2010. Afrit af upprunalegu geymt þann 2. júlí 2010. Sótt 5. júlí 2010. „Mr. Harris is a Co–Founder and CEO of Project Reason, a nonprofit foundation devoted to spreading scientific knowledge and secular values in society. He began and eventually received a degree in philosophy from Stanford University and a PhD in Neuroscience from UCLA.“