Súrrealismi (úr frönsku surréalisme „óraunveruleiki“) er listahreyfing sem á uppruna sinn í Frakklandi á þriðja áratugnum. Súrrealismi leysti dadaisma af hólmi eftir fyrri heimsstyrjöldina[1] og byggist á hugmyndinni að listin væri þá of bundin hefðum. Innblástur til listaverka var fenginn frá meðal annars draumum og dulvitundinni.[2] Í súrrealískum málverkum er oft stillt saman hlutum sem virðast vera óskyldir.[1] Nokkrir helstu súrrealistarnir voru Salvador Dalí, Max Ernst og Joan Miró. Súrrealismi er þó ekki bundinn myndlist, til dæmis hefur íslenski höfundurinn Halldór Laxness verið kallaður súrrealisti.[3]
Heimildir