Súrrealismi

Súrrealismi (úr frönsku surréalisme „óraunveruleiki“) er listahreyfing sem á uppruna sinn í Frakklandi á þriðja áratugnum. Súrrealismi leysti dadaisma af hólmi eftir fyrri heimsstyrjöldina[1] og byggist á hugmyndinni að listin væri þá of bundin hefðum. Innblástur til listaverka var fenginn frá meðal annars draumum og dulvitundinni.[2] Í súrrealískum málverkum er oft stillt saman hlutum sem virðast vera óskyldir.[1] Nokkrir helstu súrrealistarnir voru Salvador Dalí, Max Ernst og Joan Miró. Súrrealismi er þó ekki bundinn myndlist, til dæmis hefur íslenski höfundurinn Halldór Laxness verið kallaður súrrealisti.[3]

Heimildir

  1. 1,0 1,1 „Vísindavefurinn: Hver er munurinn á dadaisma, súrrealisma og absúrdisma?“. Sótt 7. mars 2012.
  2. „Surrealisme“. Sótt 7. mars 2012.
  3. „Vísindavefurinn: Eru eða voru til íslenskir súrrealistar?“. Sótt 7. mars 2012.
  Þessi myndlistagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

Strategi Solo vs Squad di Free Fire: Cara Menang Mudah!