Max Ernst (2. apríl 1891 – 1. apríl 1976) var þýskur myndlistarmaður og skáld. Max Ernst var einn af frumkvöðlum dadaisma og súrrealisma í Evrópu. Hann lærði aldrei myndlist og gerði tilraunir með nýjar aðferðir til að búa til málverk og bækur, eins og frottage og grattage og klippimyndir.