Söngvakeppnin 2020 er söngvakeppni haldin á vegum RÚV í því skyni að velja framlag Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2020. Keppnin samanstóð af tveimur undanúrslitum sem fóru fram 8. febrúar og 15. febrúar 2020 í Háskólabíó og úrslitum sem fóru fram 29. febrúar 2020 í Laugardalshöll. Kynnar voru Björg Magnúsdóttir og hraðfréttabræðurnir Benedikt Valsson og Fannar Sveinsson.
Hljómsveitin Daði og Gagnamagnið sigraði keppnina með laginu „Think About Things“ og átti að vera framlag Íslands í Eurovision 2020, en þeirri keppni var aflýst vegna COVID-19 faraldursinis.[1]