Rosmhvalaneshreppur

Rosmhvalaneshreppur eins og hann leit út árið 1908

Rosmhvalaneshreppur var hreppur á utanverðum Reykjanesskaga í Gullbringusýslu. Rosmhvalur er annað orð yfir rostung.[1]

Til forna náði Rosmhvalaneshreppur yfir allt Miðnes (sem þá hét Rosmhvalanes) og inn að Vogastapa. Mörkum hreppsins var fyrst breytt 24. apríl 1596 þegar Njarðvíkurbæirnir voru settir undir Vatnsleysustrandarhrepp. Árið 1886 var hreppnum skipt í tvennt eftir Miðnesinu endilöngu. Innri helmingurinn hélt nafninu áfram en sá ytri fékk nafnið Miðneshreppur.

15. júní 1908 var því sem eftir var af Rosmhvalaneshreppi aftur skipt í tvo hluta. Meginhlutinn varð þá að Gerðahreppi en suðurendinn með kauptúninu í Keflavík sameinaðist Njarðvíkurhreppi undir nafninu Keflavíkurhreppur.

Tilvitnanir

  1. DAVÍÐ, ROSI OG ÓLI LÆKUR Á SANDGERÐISDÖGUM Geymt 4 nóvember 2008 í Wayback Machine, frétt Víkurfrétta 23. september 1999
  Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

Strategi Solo vs Squad di Free Fire: Cara Menang Mudah!