Republic Records er bandarísk tónlistarútgáfa staðsett í New York, New York. Hún var stofnuð af Avery Lipman og Monte Lipman árið 1995 og er undirdeild Universal Music Group (UMG). Áður en að hún var sameinuð UMG, var fyrirtækið í eign Universal/Motown Records. Það var endurnefnt Universal Republic Records áður en það skipti aftur í upprunalega nafnið árið 2012.