Gascoigne hefur oftar en ekki ratað í fréttir fyrir vandræði utan vallar. Fyrsta eiginkona hans hét Sheryl, sem giftist honum við hátíðlega athöfn í Ware, Hertfordshire, í júlí árið 1996. Þau höfðu þá verið saman í 6 ár þegar hann játaði síðar að hafa beitt hana ofbeldi. Sheryl gaf út bók sem hét Stronger: My Life Surviving Gazza. Saman áttu þau soninn Regan, svo ættleiddi Gascoigne börn sem hún átti út fyrra hjónabandi, þau Mason og Biöncu. Bianca þessi átti síðar á ævinni eftir að gera garðinn frægan í raunveruleikaþættinum Love Island. Í nóvember árið 2008 varð hann gjaldþrota. Gascoigne á við áfengisvandamál að stríða og hefur einnig verið greindur með geðræn vandamál.