Nútímalíf Rikka

Nútímalíf Rikka.

Nútímalíf Rikka (Rocko's Modern Life) eru teiknimyndaþættir á bandarísku sjónvarpsstöðinni Nickelodeon. Þættirnir voru gerðir af Joe Murray og komu fyrst út árið 1993, en hættu árið 1996. Þeir voru önnur serían á Nickelodeon sem naut einnig vinsælda fullorðinna. Sú fyrri var Ren and Stimpy. Mörgum árum eftir að þættirnir hættu hóf Joe Murray framleiðslu á þættinum Camp Lazlo á Cartoon Network.

Persónur

  • Rikki er aðalpersóna þáttarins. Hann er vallabía og á ættir sínar að rekja til Ástralíu. Hann vinnur í myndasögubúðinni „Kind of a lot o' comics“.
  • Haffi er vinur Rikka og mikið átvagl. Hann er naut og ýtir Rikka oft út í eitthvað sem endar með ósköpum. Hann kynntist Rikka í háskóla.
  • Friðbert er annar vinur Rikka og skjaldbaka. Hann virðist vera nokkurn veginn nörd og býr í hjólhýsi.
  • Stórthöfuð hjónin eru körtunágrannar Rikka. Ed er fýlupúki sem vinnur hjá Conglom-o samsteypunni og þolir ekki Rikka. Bev, konan hans, er mun léttari í skapi og hefur ekkert á móti nágrönnum sínum.

Strategi Solo vs Squad di Free Fire: Cara Menang Mudah!