NCIS (5. þáttaröð)

Merki NCIS.

Fimmta þáttaröðin af NCIS var frumsýnd 25.september 2007 og aðeins 19 þættir voru sýndir vegna verkfalls handritshöfunda.

Aðalleikarar

Aukaleikarar

Þættir

Titill Höfundur Leikstjóri Sýnt í U.S.A. Þáttur nr.
Bury Your Dead Shane Brennan Thomas J. Wright 25.09.2007 1 - 95
Leyndarmál Tonys og Shepard kemst upp á yfirborðið og eltingarleikur þeirra við La Grenouille nær enda.
Family Steven Binder Martha Mithcell 02.10.2007 2 - 96
NCIS liðið rannsakar bílslys þar sem undirforingji finnst látinn en frekari rannsókn leiðir í ljós að hann hafi verið myrtur. Tekur rannsóknin nýja stefnu þegar hinn bílstjórinn finnst einnig myrtur og ungabarn þess er hvergi sjáanlegt.
Ex-File Alfonso Moreno Dennis Smith 09.10.2007 3 - 97
Við rannsókn á dauða kapteins þá uppgvötvar Gibbs að eitt af vitnunum í málinu er fyrrverandi eiginkona hans.
Identity Crisis Jesse Stern Thomas J. Wright 16.10.2007 4 - 98
Ducky verður reiður þegar eitt af rannsóknarlíkum hans er fórnarlamb morðs. Vinnur NCIS liðið með alríkislögreglunni í leit sinni að stórhættulegum glæpamanni sem talinn er vera morðingjinn.
Leaps of Faith Frank Cardea og George Schenck Dennis Smith 23.10.2007 5 - 99
Liðsforingji sem vinnur hjá Pentagon reynir sjálfsmorð með því að stökkva ofan af byggingu. NCIS liðið reynir að tala hann niður og rétt áður en Gibbs nær því þá er liðsforingjinn skotinn til bana.
Chimera Dan Fesman Terrence O´Hara 30.10.2007 6 - 100
NCIS liðið er sent til þess að rannsaka óútskýrðan dauða skipsverja um borð í leynilegu rannsóknarskipi sjóhersins.
Requiem Shane Brennan Tony Wharmby 06.11.2007 7 - 101
Maddie gömul vinkona Kellys dóttur Gibbs, biður hann um aðstoð.
Designated Target Reed Steiner Colin Bucksey 13.11.2007 8 - 102
NCIS liðið rannsakar morð á admírála og kynnast þau konu sem er að leita að eiginmanni sínum, pólitískum flóttamanni frá Afríku.
Lost and Found David North Martha Mitchell 20.11.2007 9 - 103
Faðir níu ára drengs lætur sig hverfa þegar NCIS liðið kemst að því að hann er eftirlýstur fyrir morð og fyrir að hafa rænt syni sínum.
Corporal Punishment Jesse Stern Arwin Brown 27.11.2007 10 - 104
Ofbeldisfullur sjóliði með ranghugmyndir telur að hann sé ennþá í Írak og flýr af geðsjúkrahúsi. Kemst NCIS liðið að því að hann var hluti af leynilegri rannóknartilraun sem átti að búa til ofurhermenn.
Tribes Reed Steiner Colin Bucksey 15.01.2008 11 - 105
NCIS liðið reynir að rannsaka dauða múslímsk sjóliða en rannsókn þeirra seinkar þegar Ducky neitar að kryfja hann vegna virðingar við trú hans.
Stakeout Frank Cardea og George Schneck Tony Wharmby 08.04.2008 12 - 106
Þegar hátækniradar hverfur en finnst svo aftur, þá notar NCIS radarinn sem beitu til þess að ná þjófinum. En planið fer út skorðum þegar radarnum er stolið aftur og maður finnst myrtur í nágrenninu.
Dog Tags Dan Fesman og Alfonso Moreno Oz Scott 15.02.2008 13 – 107
Eftir að hundur er sakaður um að hafa ráðist á eiganda sinn og drepið hann, þá stofnar Abby starfi sínu hættu til þess að sanna sakleysi hans.
Internal Affairs Reed Steiner og Jesse Stern Tony Wharmby 22.04.2008 14 - 108
Lík La Grenouille finnst og er NCIS liðið sett undir smásjánna þegar alríkislögreglan rannsakar Shepard sem aðalsökudólginn.
In the Zone Linda Burstyn Terrence O´Hara 29.04.2008 15 - 109
Kapteinn lætur lífið í sprengjuvörpu árás í Írak en krufning leiðir síðan í ljós að hann hafi verið skotinn til bana. Tony og Nikki Jardine eru send til Baghdad til þess að rannsaka málið.
Recoil Frank Cardea, Dan Fesman og George Schenck James Whitmore Jr. 06.05.2008 16 - 110
Ziva tekur þátt í leyniaðgerð til þess að finna raðmorðingja sem hefur drepið fimm konur og skorið síðan fingur þeirra af.
About Face Alfonso Moreno, Reed Steiner og Jesse Stern Dennis Smith 13.05.2008 17 - 111
Dularfullur morðingji er eftir þeim eina sem getur borið kennsl á hann sem er aðstoðarmaður Duckys, Jimmy Palmer.
Judgment Day (Part 1) Steven Binder og David North Thomas J. Wright 20.05.2008 18 - 112
Fyrrverandi NCIS fulltrúinn William Decker finnst látinn. Shepard fer og verður við jarðaför hans með Zivu og Tony sem lífverði. Grunar Shepard að ekki er allt í felldu með dauða Deckers. Biður hún um aðstoð frá Franks, því hún telur að morðið tengist verkefni sem hún, Decker og Gibbs voru hluti af níu árum áður í París.
Judgment Day (Part 2) Steven Binder, David North og Christopher Waild Thomas J. Wright 20.05.2008 19 - 113
NCIS liðið reynir að komast yfir dauða Jenny. Gibbs og Franks komast að því hver er á bakvið dauða Jenny, sem er leigumorðinginn Natasha sem Jenny drap ekki fyrir níu árum í París.

Tilvísanir

Heimildir

Strategi Solo vs Squad di Free Fire: Cara Menang Mudah!