Microsoft Dynamics AX er ein af viðskiptalausnum Microsoft og hluti af Dynamics-hugbúnaðarlausnunum.
Microsoft Dynamics AX var upphaflega þróað sem samstarfsverkefni IBM og Damgaard sem IBM Axapta. Samstarfið endaði skömmu eftir að útgáfa 1.5 kom út árið 2000 og afsalaði IBM sér öllum réttindum til Damgaard. Skömmu síðar sameinaðist Damgaard og Navision A/S og hét sameinað fyrirtæki fyrst NavisionDamgaard, síðan breyttist nafnið aftur í Navision A/S og loks var félagið keypt af Microsoft sumarið 2002. Fyrsta útgáfa Axapta var gefin út í Danmörku og Bandaríkjunum árið 1998. Í dag er hugbúnaðurinn í boði í flestum löndum heims og styður yfir 45 tungumál.
Þróunarumhverfi Axapta var í IDE og MorphX umhverfinu þangað til nýjasta útgáfan Dynamics AX 2012 var kynnt. Þróunin fór fram í notendaviðmóti kerfisins þannig að forritarinn gat þróað og aðlagað kerfið hvar sem var í viðmótinu. Forritunarmál kerfisins er X++, en frá og með nýjustu útgáfunni fer þróunin fram í Visual Studio 2010 umhverfinu frá Microsoft og verður forritari að hafa aðgang að því ef ætlunin er að þróa kerfið áfram.
Í september 2011 kynnti Microsoft nýju útgáfu Axapta undir nafninu AX 2012.
Microsoft Development Center Copenhagen var lengst aðal starfsstöð Microsoft þar sem þróun kerfisins fór fram. Hluti þróunarinnar hefur þó flust til annarra staða eins og borganna Redmond og Fargo í Bandaríkjunum. MDCC er staðsett í borginni Vedbæk í Danmörku og þar er einnig þróun á systurkerfi AX, Microsoft Dynamics NAV og nokkur önnur önnur Microsoft Dynamics kerfi. Hjá MDCC starfa um 900 manns frá 40 þjóðlöndum. Flestir starfsmenn eru frá Svíþjóð, Danmörku, Póllandi, Úkrainu, Karachi í Pakistan og Rúmeníu.
Fyrstu útgáfurnar heita Axapta (útg. 1.0 til 3.0), nýrri útgáfur heita Dynamics AX (útg. 3.0 SP6 til AX 2012).
Þróun Axapta hófst árið 1983 í danska fyrirtækinu Damgaard Data A/S. Evrópumarkaður var aðal markaður kerfisins, en í kjölfar útg. 2.1 árið 2000 stækkaði markaðshlutdeild í Bandaríkjunum mjög hratt.
Í kjölfar sameiningar Damgaard og Navision, sem bæði voru dönsk fyrirtæki voru gefnar út tvær útgáfur sem hétu Navision Damgaard Axapta.
Microsoft keypti Navision Damgaard sumarið 2002. Navision Damgaard Axapta var fyrst endurskýrt sem Microsoft Business Solutions Axapta (MBS Axapta), en síðar fékk það nafnið Microsoft Dynamics AX frá útg. 3.0 SP6, 4.0, 2009 og 2012.
-í vinnslu-
Microsoft Dynamics AX er byggt upp á fjórum stoðum:
--í vinnslu--