Stýrikerfið var fyrst skrifað af Seattle Computer Products. Microsoft keypti það fyrir 50.000 dollara því fyrirtækið hafði gert samning við IBM um að framleiða stýrikerfi fyrir þá en höfðu ekki tíma til þess. Áður en Microsoft keypti MS-DOS hét það QDOS (Quick & Dirty Operating System)/86-DOS.
Löngu eftir að hætt var að styðja stýrikerfið, sem hafði verið séreignarhugbúnaður, var það gefið út frjálst undir MIT leyfinu.