Einkatölva

IBM PC 5150 frá 1981 keyrir MS-DOS 5.0.

Einkatölva er tölva sem er ætluð einum notanda í einu andstætt stórtölvu sem þjónar mörgum samtímanotendum í gegnum útstöðvar. Stærð, verð og geta einkatölva miðast þannig við milliliðalaus einkanot. Með tilkomu örgjörva um miðjan 8. áratuginn varð mögulegt að hanna minni tölvur, sem upphaflega voru kallaðar örtölvur. Undir lok 8. áratugarins var síðan farið að markaðssetja tölvur sem heimilistæki og heimilistölvan varð til samfara minnkandi framleiðslukostnaði.

Með tilkomu einkatölva og notendavænna stýrikerfa og forrita hefst tölvubyltingin. Orðið einkatölva á yfirleitt við tölvu sem inniheldur móðurborð, örgjörva, staðbundna gagnageymslu líkt og harðan disk, tölvuskjá og lyklaborð. Sumar einkatölvur hafa sambyggðan tölvukassa og skjá, t.d. Macintosh 128K og flestar eru búnar tölvumús. Einkatölvur geta til dæmis verið borðtölvur, fartölvur eða spjaldtölvur.

  Þessi tölvunarfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

Strategi Solo vs Squad di Free Fire: Cara Menang Mudah!