Landbrot

Séð yfir Landbrot og Eldhraun úr lofti.

Landbrot er sveit í Vestur-Skaftafellssýslu og afmarkast að norðan af Skaftá, sem fellur til austurs sunnan við Síðuheiðar. Vesturmörk má kenna við Eldvatn og austurmörk við Landbrotsvötn, þótt allt sé það vatn ættað úr Skaftá.

Segja má, að bæirnir standi á síðustu öldum í hálfhring á brún hrauns, sem talið er runnið úr Eldgjá niður hjá Skaftárdal. Lengi mynduðu Landbrot og Síðubæir vestan við Geirlandsá í sameiningu Kirkjubæjarhrepp, en það svæði var áður hluti af Kleifahreppi. Allir bæir á Síðu og í Landbroti mynduðu hins vegar sókn, sem á mismunandi tímum var ýmist kennd við Kirkjubæjarklaustur eða Prestsbakka.

Landslag

Eins og nafn sveitarinnar bendir til, hefur landslag ekki alltaf verið með sama móti, því að hraun og vötn hafa rúskað í henni. Sem hlýtur að hafa verið lengi, því að byggð þessi er þegar kölluð Landbrot í 149. kafla Brennu-Njáls sögu.[1]

Hinir svokölluðu Landbrotshólar einkenna landslagið víða. Þeir eru úr gjalli og kallast gervigígar.[2] Sumir þeirra eru holir að innan og hafa jafnvel verið notaðir sem fjárbyrgi. Þeir hafa verið rannsakaðir með tilliti til aldurs.[3]

Helstu bæjanöfn í Landbroti, talin frá vestri til suðurs

  • Ytri-Dalbær (úr sama landi og Hunkubakkar á Síðu)
  • Hólmur
  • Nýibær
  • Hæðargarður
  • Tunga (ytri og eystri)
  • Ásgarður
  • Kársstaðir
  • Refsstaðir (úr byggð frá 1846)
  • Hátún
  • Vík (efri og syðri)
  • Eystri-Dalbær
  • Uppsalir
  • Fagurhlíð
  • Hraunkot
  • Þykkvibær (efri og syðri)
  • Seglbúðir
  • Hraun (eystra og ytra)
  • Fossar
  • Arnardrangur

Tilvísanir

  1. Íslenzk fornrit XII, bls. 427, Reykjavík 1954.
  2. Þorleifur Einarsson: Jarðfræði, 2. prentun, bls. 105, Reykjavík 1968.
  3. Jón Jónsson: „Uppi og niðri og þar í miðju”, Morgunblaðið 27. júní 1998. Skoðað 18. október 2010.

Heimildir

  • Björn Magnússon: Vestur-Skaftfellingar 4, bls. 327 – 337, Reykjavík 1973.
  • Jón Helgason: „Kirkjubæjarhreppur”, Sunnlenskar byggðir VI, Búnaðarsamband Suðurlands 1985.
  • Þorsteinn Jósepsson: Landið þitt, bls. 224, Reykjavík 1966.

Strategi Solo vs Squad di Free Fire: Cara Menang Mudah!