Land Eiríks rauða (norska: Eirik Raudes Land) var landsvæði á austurströnd Grænlands sem Norðmenn gerðu tilkall til og hernámu frá 27. júní1931 til 5. apríl1933. Hernámið kom í kjölfar Grænlandsdeilunnar milli Danmerkur og Noregs um yfirráð Dana yfir Grænlandi, en Norðmenn vildu meina að þeir gætu gert tilkall til strandlengju Austur-Grænlands þar sem landið hefði verið einskismannsland þegar þeir hófu landkönnun og byggingu veiðistöðva þar undir lok 19. aldar.
Deilan var tekin fyrir af Alþjóðadómstólnum í Haag sem dæmdi Danmörku í vil. Noregur sætti sig við dóminn og lét landsvæðið eftir. Eftir það skírðu Danir svæðið „Land Kristjáns 10.“. Það er nú hluti af Þjóðgarði Grænlands.