Kvennahreyfing Samfylkingarinnar var stofnuð árið 2005. Kvennalistinn var einn af fjórum flokkum sem stóðu að stofnun Samfylkingarinnar árið 1999. Fljótlega fóru konur að tala um að stofna með sér sérstaka hreyfingu og var fyrsta þing Kvennahreyfingar haldið 2001 í Munaðarnesi.[1] og áform um formlega stofnun voru rædd á Landsfundi Samfylkingarinnar 2005.[2] Seinna sama ár var Kvennahreyfingin formlega stofnuð í Hveragerði. Á stofnfundinn mættu rúmlega hundrað konur sem unnu í tvo daga í málefnahópum við að móta stefnu og starfsreglur fyrir hreyfinguna.[3] Hreyfingin er tengslanet til að efla og virkja konur innan flokksins og til að móta og hafa áhrif á að stefna flokksins sé femínísk, Afnám misréttis í launum, barátta gegn kynferðislegu ofbeldi og fjölgun kvenna hvarvetna þar sem ráðum sé ráðið var forgangsmál.
{{cite web}}
|title=