Kristján Kristjánsson eða KK (fæddur 26. mars 1956) er íslenskur tónlistarmaður. Hann fæddist í Minnesota í Bandaríkjunum en fluttist síðar til Íslands. KK lærði tónlist í Malmö og ferðaðist um í Evrópu til að spila 1985-1990. Hann hefur unnið tvenn verðlaun á Íslensku tónlistarverðlaununum. Með þekktari lögum hans er Vegbúi. Kristján hefur árlega haldið jólatónleika með systur sinni Ellen Kristjánsdóttir. Hann hefur gefið úr plötur í samstarfi með Magnúsi Eiríkssyni.
Plötur
KK
- 1991: "Lucky One"
- 1995: "Gleðifólkið"
- 1997: "Heimaland"
- 2001: "Galfjaðrir"
- 2002: "Paradís"
- 2004: "Upphafið"
- 2006: "Blús" (12 Tónar)
- 2008: "Svona eru menn" (JPV)
KK Band
- 1992: "Bein leið"
- 1993: "Hotel Föroyar"
KK og Magnús
- 1996: "Ómissandi fólk"
- 1999: "Kóngur einn dag" (Japis)
- 2000: "Lifað og leikið" (Zonet)
- 2003: "22 Ferðalög" (Zonet)
- 2005: "Fleiri ferðalög" (Zonet)
- 2007: "Langferðalög" (Zonet)
- 2011: "Þrefaldur" (Zonet 044) (3CD sett: Ómissandi fólk, Kóngur einn dag, and Lifað og leikið.)
- 2013: "Úti á sjó"
KK og Ellen
- 2005: "Jólin eru að koma"
- 2011: "Jólin"
- 2013: "Jólatónleikar með KK og Ellen" (tónleikaplata)