Kristinn Guðbrandsson

Kristinn Guðbrandsson (13. júní 19226. september 2000) var einn af stofnendum fyrirtækisins Björgunar ehf sem hóf starfsemi sína á að bjarga skipum af strandstað. Seinna haslaði fyrirtækið, með Kristinn í fararbroddi, sér völl á sviði dælingar byggingarefnis úr sjó ásamt að sinna hafnardýpkunum. Kristinn var framkvæmdastjóri frá stofnun Björgunar 1952 til 1981, en gerðist þá forstjóri fyrirtækisins til dauðadags. Kristinn var einn af frumkvöðlum í fiskeldi á Íslandi með stofnun fyrirtækjanna Tungulax og seinna Ísnó sem varð mjög umsvifamikið í ræktun á hafbeitarlaxi. Leitin að gullskipinu er þó sennilega þekktasta framtak Kristins en hann var forystumaður í hópi manna sem leituðu áratugum saman að hollenska indíafarinu Het Wapen van Amsterdam. Het Wapen strandaði sem kunnugt er á Skeiðarársandi árið 1667. Hápunktur leitarinnar var árið 1983 þegar gullskipsmenn töldu sig hafa fundið flakið og settu niður mikið stálþil utan um þann stað sem skipið var talið vera. Í ljós kom að um þýskan togara var að ræða.

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

Strategi Solo vs Squad di Free Fire: Cara Menang Mudah!