Krúnunýlenda eða konungsnýlenda er nýlenda þar sem konungur skipar landstjóra beint. Hugtakið var notað um nýlendur Breska heimsveldisins sem misstu konungsleyfi sitt og féllu þá beint undir stjórn ríkisins eða urðu hluti af heimsveldinu sem herfang í stríði eins og Trínidad og Tóbagó og Breska Gvæjana. Hugtakið var líka notað almennt um landnemanýlendur Breta, eins og Kanada, Ástralíu, Nýja Sjáland o.s.frv. en ekki um Breska Indland. Núverandi yfirráðasvæði bresku krúnunnar (Mön, Jersey og Guernsey) voru aldrei krúnunýlendur.