Koxinga

Koxinga

Koxinga (kínverska: 國姓爺; pinyin: Guóxìngyé; bókstaflega: „lávarður eftirnafns keisarans“) er titill Zheng Chenggong (kínverska: 鄭成功; pinyin: Zhèng Chénggōng; 27. ágúst 162723. júní 1662) sem var herforingi Mingveldisins og sjóræningi eftir að Mingveldið beið lægri hlut fyrir Tjingveldinu árið 1646. Hann fæddist í Japan en faðir hans var kínverski kaupmaðurinn og sjóræninginn Zheng Zhilong. Þegar hann var sjö ára fluttist fjölskylda hans til Fujian í Kína. Þar tók hann embættispróf við hirð keisarans 1638. Árið 1644 tók her Mansjúmanna höfuðborgina Beijing og sótti hratt suður á bóginn. Árið 1645 varð Zhu Yujian keisari og setti upp hirð í Fuzhou í Fujian. Þar hélt Mingveldið út um skeið vegna herstyrks Zheng-fjölskyldunnar og náttúrulegra varna héraðsins. Árið 1646 gekk faðir Koxinga Tjingveldinu á hönd gegn því að gerast landstjóri yfir Fujian og Guangdong. Við það varð Koxinga foringi herja Zheng Zhilongs sem héldu baráttunni gegn Tjingveldinu áfram. Koxinga nýtti sér yfirburði á sjó til að ráðast á strendur Fujian en hann hafði ekki hernaðarlega getu til að halda héruðum í landi. Um 1650 var hann orðinn höfuð Zheng-fjölskyldunnar og lýsti yfir hollustu við eina eftirlifandi Mingkeisarann, Zhu Youlang. Árið 1661 réðist hann á Taívan sem þá hafði verið undir hollenskri stjórn í 38 ár. Frumbyggjar eyjarinnar gengu í lið með honum og þann 1. febrúar 1662 gafst hollenski landstjórinn Frederik Coyett upp fyrir honum. Koxinga lést síðar sama ár úr malaríu. Sonur hans, Zheng Jing, tók við af honum sem herstjóri Mingveldisins í Tungtu sem hann nefndi síðar Tungning.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

Strategi Solo vs Squad di Free Fire: Cara Menang Mudah!