Kerry Ray King (fæddur 1964) er bandarískur gítarleikari sem þekktastur er fyrir að hafa verið í hljómsveitinni Slayer. Hann var stuttan tíma í hljómsveitinni Megadeth árið 1984. King safnar snákum í frístundum sínum.[1]
Eftir Slayer samdi King nýja tónlist og stofnaði nýja hljómsveit í ætt við Slayer. Útgáfa og tónleikar töfðust vegna COVID-19. Paul Bostaph fyrrum trommari Slayer er meðlimur. Einnig fékk hann Phil Demmel (Machine Head) á gítar, Mark Osegueda (Death Angel) með söng og Kyle Sanders (HellYeah) á bassa (bróður Troy Sanders úr Mastodon). [2]
Platan From Hell I Rise kom út árið 2024.