Kína (menningarsvæði)

Kínversku keisaradæmin á mismunandi tímum

Kína (中国/中國; pinyin: Zhōngguó, Wade-Giles: Chung-kuo) er menningarsvæði á meginlandi Austur-Asíu ásamt nokkrum eyjum undan ströndinni sem síðan 1949 hefur verið skipt á milli Alþýðulýðveldisins Kína (nær yfir meginlandið auk Hong Kong og Makaó) og Lýðveldisins Kína (nær yfir Tævan auk nærliggjandi eyja). Höfuðborg Alþýðulýðveldisins er Beijing.

Kína er ein af elstu samfelldu siðmenningum á Jörðinni og ritkerfið sem þar var notað er það elsta sem var í sífelldri notkun. Saga þess hefur einkennst af stríði og friði til skiptis og blóðugum erjum mismunandi keisaraætta. Nýlendustefna Evrópumanna, innrás Japana og borgarastríð bitnaði illa á Kína á 19. og 20. öld og stuðlaði að núverandi skiptingu landsins.

Íbúar svæðisins telja vel yfir einn milljarð og eru flestir af þjóð Han-kínverja. Tungumál þeirra er kínverska sem notast að mestu við sama ritmálið en skiptist í margar talmáls-mállýskur. Að Kína liggja þrettán lönd; Víetnam, Laos, Myanmar, Indland, Pakistan, Kirgistan, Afghanistan, Kasakstan, Tadsjikistan, Rússland, Mongólía, Norður-Kórea og Nepal.

Mongólsk yfirráð

Í byrjun 13. aldar hófu Mongólar undir forystu Genghis Khan að leggja undir sig Kína. Genghis Khan lagði undir sig stóran hluta norður Kína en sonur hans og barnabarn lögðu síðar undir sig suðurhluta Kína. Mongólaveldið varð mjög stórt og náði frá Víetnam og Kóreuskaganum í austri til Ungverjalands í vestri. Mongólaveldið klofnaði eftir dauða Kúblaí Khan en afkomendur hans ríktu yfir Kína allt til ársins 1368 og þá lauk yfirráðum mongóla yfir Kína[1].

Tengt efni

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  1. „Hverjar voru helstu ástæður þess að Mongólar urðu að heimsveldi á miðöldum en ekki Kínverjar?“. Vísindavefurinn. Sótt 16. október 2024.

Strategi Solo vs Squad di Free Fire: Cara Menang Mudah!