Johann Friedrich Gmelin (fæddur 8. ágúst 1748 í Tübingen – látinn 1. nóvember 1804, Göttingen.), var þýskur náttúrufræðingur, efnafræðingur, grasafræðingur, skordýrafræðingur, skriðdýrafræðingur og lindýrafræðingur. Hann var elsti sonur grasafræðingsins og læknisins Philipp Friedrich Gmelin.
Hann lærði læknisfræði af föður sínum Philipp Friedrich í Tübingen. Hann lauk námi í Göttingen 1778 og varð prófessor í heimspeki, grasafræði, efnafræði og steindafræði. Meðal nemenda hans voru Georg Friedrich Hildebrandt, Carl Friedrich Kielmeyer, Friedrich Stromeyer, og Wilhelm August Lampadius. Hann var faðir efnafræðingsins Leopold Gmelin.
Nafn hans er stytt í "J.F.Gmel." í nafngiftum. Þó finnst styttingin "Gmel." sumsstaðar.[1]