Jacques Rueff

Jacques Rueff, 1938.

Jacques Rueff (23. ágúst 1896 - 23. apríl 1978) var franskur hagfræðingur og ráðgjafi de Gaulles, hershöfðingja og Frakklandsforseta. Hann var eindreginn frjálshyggjumaður og 1947 einn stofnenda Mont Pèlerin-samtakanna, alþjóðlegs málfundafélags frjálslyndra fræðimanna.

Rueff lauk prófi 1919 frá hinum virta École Polytechnique. Eftir það starfaði hann í fjármálaráðuneyti Frakklands og seðlabanka og gegndi eftir stríð ýmsum öðrum opinberum stöðum, en hélt uppi harðri gagnrýni á kenningar Johns Maynards Keynes, sem þá nutu mikillar hylli ráðamanna. Hann var aðalhöfundur áætlunar, sem við hann var kennd, „Plan Rueff,“ um að koma fjármálum og peningamálum Frakklands í viðunandi horf, og fór de Gaulle eftir valdatöku sína 1958 eftir mörgum ráðum hans. Rueff var dómari við Evrópudómstólinn um árabil og kjörinn félagi í Lærdómslistafélaginu franska, Académie française, 1964.

Tenglar

Strategi Solo vs Squad di Free Fire: Cara Menang Mudah!