Í upphafi 7. áratugarins vann Cousteau að verkefni sem gekk út á að skapa neðansjávarbyggð til að lengja þann tíma sem fólk gæti dvalist neðansjávar. Hann gerði sjónvarpsþáttaröðina The Undersea World of Jacques Cousteau í samstarfi við bandarískar sjónvarpsstöðvar. Þættirnir voru sýndir frá 1966 til 1976. Önnur þáttaröð, The Cousteau Odyssey, var sýnd frá 1977 til 1982.
Cousteau lést 1997 úr hjartaáfalli. Hann hafði gifst aftur 1991 og seinni kona hans tók við stjórn samtakanna sem hann hafði stofnað. Síðustu æviár hans stóðu þau í deilum við elsta son Cousteaus og fyrrum samstarfsmann, Jean-Michel Cousteau, vegna notkunar nafnsins.
Persónuleg kynni þeirra Cousteau voru Ian Fleming innblástur fyrir lýsingar í skáldsögunni Live And Let Die frá 1954.