Colbert kynnir félaga vísindaakademíunnar fyrir Loðvík 14. árið 1667.
Franska vísindaakademían (franska : Académie des sciences ) er vísindaakademía sem var stofnuð af Loðvík 14. árið 1666 samkvæmt tillögu fjármálaráðherrans Jean-Baptiste Colbert . Colbert valdi upphaflega lítinn hóp vísindamanna sem funduðu tvisvar í viku í bókasafni konungs. Andstætt Bresku vísindaakademíunni sem var frá upphafi hugsuð sem félagasamtök , var Frönsku vísindaakademíunni ætlað að vera opinber stofnun . Akademían var lögð niður í Frönsku byltingunni 1793, ásamt öðrum slíkum stofnunum, en endurreist sem sjálfstæð stofnun af Napoléon Bonaparte árið 1816.
Konum var meinaður aðgangur að akademíunni til ársins 1962. Fyrsta konan sem varð fullgildur félagi var eðlisfræðingurinn Yvonne Choquet-Bruhat árið 1979.
Akademían er nú ein af fimm akademíum sem mynda Institut de France .