Hreppurinn varð til árið 1885 við skiptingu Akraneshrepps sem ákveðin var í kjölfar þéttbýlismyndunar á Skipaskaga. Kauptúnið þar ásamt næsta nágrenni varð að Ytri-Akraneshreppi og síðar Akraneskaupstað en Innri-Akraneshreppur einkenndist áfram af landbúnaði.