Háskólinn í Birmingham (óformlega Birmingham-háskóli) er breskur rannsóknarháskóli í Birmingham í Englandi. Skólinn var stofnaður í Edgbaston árið 1900 og tók við af Mason Science College og á rætur að rekja til Læknaskólans í Birmingham sem stofnaður var árið 1825.
Nemendur skólans eru rúmlega 26 þúsund. Átta nóbelsverðlaunahafar hafa stundað nám við skólann.