Hrygning er losun eggja og sæðis utan líkama dýra, yfirleitt í vatn. Við hrygningu frjóvgast hluti eggjana sem þróast í afkvæmi í kjölfarið. Flest sjávardýr, að undanteknum sjávarspendýrum og skriðdýrum, fjölga sér með hrygningu.
Hrygning fer yfirleitt fram þannig að hrygnan (kvenkynsdýrið) gefur frá sér egg í miklu magni út í vatnið. Þar á eftir gefur hængurinn (karlkynsdýrið) frá sér sæði sem frjóvgar eggin. Safn eggja sem hefur verið hrygnt nefnist hrogn. Hrogn er matvæli sem er neytt víða um heim.