Hrygning

Hrogn trúðfisks. Svörtu punktarnir eru augu afkvæmanna.

Hrygning er losun eggja og sæðis utan líkama dýra, yfirleitt í vatn. Við hrygningu frjóvgast hluti eggjana sem þróast í afkvæmi í kjölfarið. Flest sjávardýr, að undanteknum sjávarspendýrum og skriðdýrum, fjölga sér með hrygningu.

Hrygning fer yfirleitt fram þannig að hrygnan (kvenkynsdýrið) gefur frá sér egg í miklu magni út í vatnið. Þar á eftir gefur hængurinn (karlkynsdýrið) frá sér sæði sem frjóvgar eggin. Safn eggja sem hefur verið hrygnt nefnist hrogn. Hrogn er matvæli sem er neytt víða um heim.

Flestir fiskar fjölga sér með hrygningu, eins og flest önnur sjávardýr, svo sem krabbar, skeldýr eins og ostrur og smokkar, skrápdýr eins og ígulker og sæbjúgu, froskdýr, vatnsskordýr eins og dægurflugur og moskítóflugur, og kóralar.

Tengt efni

  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

Strategi Solo vs Squad di Free Fire: Cara Menang Mudah!