Þriðja þáttaröðin af bandaríska gmanþættinum How I Met Your Mother byrjaði 24. september 2007 og lauk þann 19. maí 2008. Þættirnir voru 20 og hver var að meðaltali 22 mín. að lengd. CBS sýndi þættina á mánudagskvöldum í Bandaríkjunum til 10. desember 2007 þegar útstendingar trufluðust vegna verkfalls handritshöfunda en þáttaröðin seri aftur 17. mars 2008. Þáttaröðin var sýnd á þriðjudagskvöldum á Stöð 2.
Söguþráður
Robin snýr aftur úr ferð til Argentínu með kærastanum Gael (Enrique Iglesias) og verður Ted að sætta sig við Robin er bara vinur hans. Marshall og Lily ákveða að flytja í sitt eigið húsnæði og verða ástfangin af íbúð sem þau hafa ekki efni á. Marshall kemst að því að Lily er haldin kaupæði og skuldi mikla peninga, sem kemur í veg fyrir að þau geti tekið hagstætt lán. Þrátt fyrir það geta þau keypt draumaíbúðina en komast þá að því að hún er illa staðsett og í mun verra ástandi en þau gerðu sér greinfyrir. Barney er sleginn í þriðja skiptið á þakkargjörðinni en Marshall kallar hátíðina „Slapsgiving“.
Ted segir börnunum sínum að hann hitti móður þeirra í gegum sögu af gulu regnhlífinni hennar. Hann finnur regnhlífina á klúbbi og tekur hana heim með sér eftir að hafa farið í partý á degi heilags Patreks þar sem framtíðar-konan hans var, þrátt fyrir að þau hafi ekki hist. Ted reynir að heilla Stellu (Sarah Chalke), húðsjúkdómalækni sem hann fer til vegna vandræðalegs húðflúrs. Þetta leiðir til eftirminnilegs tveggja mínútna stefnumóts, sem inniheldur samtal, kvöldmat, kvikmynd, kaffi, tvær leigubílaferðir og koss, allt á innan við tveimur mínútum. Robin sefur hjá Barney eftir að hann huggar hana eftir sambandsslit, sem leiðir til þess að Ted vill ekki vera vinur hans lengur. Eftir það ákveður Ted að vera ekki vinur Barneys lengur. Á meðan fer ókunnug kona að eyðileggja tilraunir Barneys til að næla í stelpur. Það reynist var Abby (Britney Spears), ritari Stellu, en hún er fúl út í hann fyrir að hafa ekki hringt í hana eftir að þau sváfu saman.
Í lokaþættinum, eftir að Ted og Barney lenda hvort í sínu bílslysinu og lenda á spítala, endurnýja þeir vináttuna. Það kemur í ljós að Barney ber miklar tilfinningar til Robin og Ted biður Stellu að giftast sér.
Aðalleikarar
Gestaleikarar
Þættir
Titill
|
Sýnt í U.S.A.
|
#
|
„Wait For It“ |
24. september 2007 |
45 - 301
|
Robin byrjar með argentínskum fola, sem fær Ted til að fara út með Barney og eiga "sögu... bíddu eftir því...legt kvöld" til að gleyma öllu um Robin og halda áfram með lífið. Enrique Iglesias leikur "Gael".
|
|
„We're Not From Here“ |
1. október 2007 |
46 - 302
|
Eftir að stelpur falla í hrönnum fyrir kærasta Robin, Gael, vegna þess að hann er ekki frá New York, reyna Barney og Ted að leika sama leik til að ná í stelpur.
|
|
„Third Wheel“ |
8. október 2007 |
47 - 303
|
Tvær konur verða mjög hrifnar af Ted og fara með partýið heim til hans. Hópurinn verður að sýna Ted að það slæma kemur ekki í þrennu.
|
|
„Little Boys“ |
15. október 2007 |
48 - 304
|
Robin fer út með einstæðum föður og henni til mikillar undrunar nær hún að tengjast syni hans, sem verður til þess að hún fer að hafa áhyggjur af því að sambandið sé að verða of alvarlegt.
|
|
„How I Met Everyone Else“ |
22. október 2007 |
49 - 305
|
Nýja kærasta Teds verður afbrýðissöm yfir því að sögur Teds af því hvernig hann hitti vini sína eru betri en sagan af því hvernig þau kynntust, sem verður til þess að "klikkaði skali" Barneys springur.
|
|
„I'm Not That Guy“ |
29. október 2007 |
50 - 306
|
Þegar lögfræðistofa reynir að krækja í Marshall, tekst forstjóranum Jeff Coatsworth að næla í hann, en það þýðir að Marshall verður að láta draumastrafið, að bjarga jörðinni, bíða. Á meðan kemst hópurinn að því að klámmyndastjarna hefur verið að nota nafn eins úr hópnum.
|
|
„Dowisetrepla“ |
5. nóvember 2007 |
51 - 307
|
Lily og Marshall taka óábyrga skyndiákvörðun þegar þau ákveða að kaupa íbúð í "Dowisetrepla"-hverfinu.
|
|
„Spoiler Alert“ |
12. nóvember 2007 |
52 - 308
|
Ted heldur að hann hafi hitt fullkomnu stelpuna en hópurinn bendir á galla hennar sem fær hann til að sjá hana í allt öðru ljósi og leiðir það til mikils rifrildis.
|
|
„Slapsgiving“ |
19. nóvember 2007 |
53 - 309
|
Lily og Marshall hala fyrstu þakkargjörðina sem gift hjón; Barney er kvalinn af löðrungsklukkunni og hefur áhyggjur af því hvenær hann muni vera borinn fram.
|
|
„The Yips“ |
26. nóvember 2007 |
54 - 310
|
Eftir að allir byrja í ræktinni, hittir Barney Rhondu (konan sem hann missti sveindóminn með) þar. Eftir að hafa komist að því að frammistaða hans hafi verið slök, missir hann kjarkinn til að tæla konur. Barney missir 'mojo-ið' sitt og fer í partý hjá Victoria's Secret til að reyna að finna kjarkinn en hann gengst undir þolraun þegar hann hittir Heidi Klum.
|
|
„The Platinum Rule“ |
10. desember 2007 |
55 - 311
|
Vinir Teds reyna að draga úr honum kjarkinn til að fara á stefnumót með lækninum sínum, manneskju sem hann hittir reglulega, með því að segja honum sögur af sínum eigin stefnumótum.
|
|
„No Tomorrow“ |
17. mars 2008 |
56 - 312
|
Ted ákveður að taka upp lífstíl Barneys á degi heilags Patreks, sem mun líklegast innihalda gjörðir sem eru mjög ó-heilagar.
|
|
„Ten Sessions“ |
24. mars 2008 |
57 - 313
|
Eftir að Ted er stöðugt hafnað um stefnumót af húðsjúkdómalækninum Stellu, verður ritarinn hennar, Abby, hrifin af honum.
|
|
„The Bracket“ |
31. mars 2008 |
58 - 314
|
Ástarlíf Barneys verður fórnarlamb óþekktrar konu og neyðir það hann til að nota riðla til að þrengja hóp 64 kvenna sem hafa ástæðu til að hata hann.
|
|
„The Chain of Screaming“ |
14. apríl 2008 |
59 - 315
|
Marshall grætur fyrir framan yfirmann sinn eftir að hann hakkar Marshall í sig og allir gefa Marshall persónulegt ráð til að tala við yfirmanninn um stöðuna.
|
|
„Sandcastles in the Sand“ |
21. apríl 2008 |
60 - 316
|
Robin kyndir undir gömlu ástarbáli en hann endar á að særa hana aftur. Barney og hans skrýtnu aðferðir hjálpa henni að líða betur.
|
|
„The Goat“ |
28. apríl 2008 |
61 - 317
|
Barney brýtur "Bræðararegluna" (e. Bro Code) og eyðileggur það vináttu hans og Ted. Á meðan ákveður Lily að bjarga geit á sama tíma og hópurinn planar óvænta afmælisveislu fyrir Ted.
|
|
„Rebound Bro“ |
5. maí 2009 |
62 - 318
|
Stella er loksins tilbúin til að verða náin með Ted. Á meðan leitar Barney að staðgengli fyrir Ted, þar sem Ted talar ekki lengur við hann, og sættist hann á hinn vonlausa samstarfsmann Randy (Will Forte).
|
|
„Everything Must Go“ |
12. maí 2009 |
63 - 319
|
Sem par hafa Abby og Barney ákveðið eitt sameiginlegt atriði, þau hata Ted, og ákveða að barinn sé fullkominn staður til að sýna honum rómantík þeirra. Barney fer svolítið yfir línuna með því að gera svolítið á hvatvísinni.
|
|
„Miracles“ |
19. maí 2009 |
64 - 320
|
Ted endurmetur líf sitt og samband sitt við Stellu eftir að hann deyr næstum í slysi.
|
|
Heimildir
Fyrirmynd greinarinnar var „How I Met Your Mother (season 3)“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt júlí 2010.